- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
240

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[240

séð; en á klerkastefnu hjá Cistercium vitnuðu ábótar frá

Danmörku, að allt þetta væri satt«. Þvi næst lýsir Al-

berich Heklu og segist fara eptir bók Herberts nokkurs

frá Clairvaux1. Set eg hér aðalefni þessarar frásagnar,

hún er alltof staglsöm til þess að útleggja hana alveg orð-

rétt. Herbert getur um »hið islenzka víti í fjalli þvi, sem

kallað er Eclafeld, og segir, að meðal Norðurlanda sé stór

ey, sem kölluð er Hvsselandia, þar hafa menn tekið

f

kristna trú og eru henni hollir. A eyju þessari er fjall
nokkurt ógurlega stórt, svo það tekur yfir mikinn hluta
landsins; þeir, sem þar búa, ætla að undir fjallinu og í
því sé hið mesta helvíti. Fjall þetta er allt holótt eða
þó fremur holt að innan og er allt brennandi og logandi
og gýs sífeldum eldi, sem eyðir fjallið og læsir sig um
það utan og innan allt niður að rótum og jafnvel út fyrir
þær. Viss merki sjást tii þess, að hinn hræðilegi eldur
lifir og ólmast eigi að eins undir fjallsrótunum heldur og
undir mararbotni. Hinn nafnfræga eldfjallsketil á Sikiley
kalla menn vindauga vítis; eins og opt hefir verið
full-sannað dragast þangað daglega sálir fordæmdra, dauðra
manna til brennslu, þessi ketill er þó, eptir þvi sem sagt
er, eins og lítil eldstó i samanburði við hið ógurlega hyl-

r

dýpi á Islandi. Innan i þessari hræðilegu islenzku
fjalls-gjá er eidsbruninn svo mikill, að eidbylgjurnar og
eld-stöplarnir, sem allstaðar rísa, ná alveg upp i skýin, og
er þeim slotar, rísa nýir og nýir eldstólpar, fjallið er svo
æðisgengið, að himininn sýnist allur i einum loga. Auk
þess sjást innan í eldhnöttunum björg stór sem fjöll, þau
kastast frá innýflum fjallsins upp í loptið með miklum
ákafa af ofsa eldsins, en falla svo aptur niður af þyngd
sinni og velta niður i hin neðstu undirdjúp. Eigi finnst
mér mega þegja yfir því, að þessi vítiseldur stundum, þó
það sé sjaldan, brýzt út fyrir takmörk sin. Á vorum
tímum gaus eldurinn eitt sinn upp með slikum ákafa, að
hann eyddi mestallt landið i kring, hann brenndi eigi að

1) Herberti Liber Miraculorum Clarevallensis.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0254.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free