- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
241

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[241

eins bæi og byggingar, heldur einnig jurtir og tré að
rót-ura og jafnvel sjálfan jarðveginn. Það er undravert til
frásagna, að nokkur grjótfjöll og einnig raálmfjöli
bráðn-uðu af eldinura að innan eins og vax og runnu niður svo
að dalirnir fylltust allstaðar af leðjunni og fjalllendi urðu
að sléttum. En hinir bráðnu klettar, er runnu út um
all-an jarðveginn, hörðnuðu, er eldinura slotaði, og þá varð
yfir-borð jarðarinnar eins og raarmaralagt eða steinlagt stræti;
héruð, sem áður voru byggileg og frjósöra, urðu að
eyði-raörku. Þegar þessi æðandi eldur með óseðjandi græðgi hafði
eyðilagt landið og allt, sem á því var, bættist við enn
þá hræðilegra undur, að eldurinn rann út í nálægt haf
og er hann komst út í hafsdjúpið, tók eldurinn að brenna
og eyða vatninu raeð ótrúlegum ákafa allt niður í
undir-djúpin. Auk þess bar eldurinn með sér stór fjöll og
hálsa, er hinn gráðugi logi hafði snúið við, svo land varð
þar sera sær hafði verið; fjöllin bárust út í hafsauga og
er þau höfðu á löngu svæði fyllt sjóinn algjörlega og
gert hafsdjúpið jafnhátt ströndinni, þá breyttist særinn i
þurrt land, svo að þar sem áður hafði verið vatn, varð
nú fastaland um 12 mílur. Enn fremur eyddist i þessum
bruna ágæt borg nokkur og mannmörg, þar var ágæt
höfn, sem eyddist, er sjórinn hækkaði. Hingað nær
frá-sögn herra Herberts^.

Það er auðséð af þessari lýsingu, þó hún sé
mærðar-leg og barnaleg, að höfundurinn hefir fengið
allnákvæm-ar fregnir um eldgos á Islandi; lýsingin er grautarlegt
sambland af’ lausafregnum um Heklu og Kötlugos; þar
sem talað er um hraunin og eldganginn er líklega átt
við Heklu, en þar sem höfundurinn segir frá fjöllum og
hálsum, er snúizt hafi við og flotið út i sjó, þá er líklega átt
við jökulhlaup úr Kötlu. Þegar Katla gýs, brotnar
jök-ullinn, sem liggur ofan á eldgjánni, og ógurlega stórir

1) Chronica Albrici Monaci Trium Fontium. (MoDumenta
Ger-maniæ historica. Ed. G. H. Pertz. Tom. XXIII. Hannoveræ 1874,
bls. 829-830).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0255.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free