- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
242

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[242

jakar kastast með vatnsgusum og eldgangi út á sandana
og út í sjó; eins og aikunnugt er hafa jökulhlaupin borið
svo mikinn aur og grjót í sjó fram, að ströndin hefir
færst mjög langt út; þegar Katla gaus 1660 báru
jökul-hlaupin svo mikinn sand í sjó fram, að þar sem fyrr
var fiskað á 20 faðma djúpi, varð eptir þurr fjörusandur
og ströndin óx þúsund faðrna út á við. Við Kötluhlaup
til forna eyddust margir bæir og frjósöm héruð urðu að
eyðimörku; nokkru eptir landnámstið rann stórkostlegt
hraun úr Eidgjá á Skaptártungu-afrétti niður í Álptaver1,
um það eru ógiöggar sagnir í Landnámu; það er ekki
óhugsanlegt, að fregnir um öii þau ósköp, sem í fornöid
gengu á af eldgangi úr Kötlu og nágrenni hennar, hafi
borizt til útlanda, geymzt og afbjagazt hjá munkum
suð-ur á Frakklandi.

Fransiscus Irenicus frá Esslingen (1518) getur um
Hekiu (Hechelberg) á líkan hátt sem aðrir eldri
höfund-ar, hann segir að þar sé víti og hreinsunareldur og þar
séu gammar og kolsvartir hrafnar á fiugi; fjallið allt
kveður við af grátiegu veini, sem heyrist i milu fjarska;
ennfremur segir hann, að þar séu tvær uppsprettur,
önn-ur nistandi köid, hin óguriega heit og er ekki nema 8

r

feta millibil á miili þeirra. Ibúarnir í nánd láta þessi
ó-sköp sér að kenningu verða og eru því guðhræddari en
aðrir menn.2

Georgius AgricoJa (1490—1555) var nafnfrægur
steina-fræðingur á sínum tima, hann getur um Heklu og heitar
uppsprettur, er breyta hlutum i stein, svo að hin ytri
mynd helzt, þesskonar uppsprettur segir hann að séu
skammt frá Heklu. Þar sem Agricola talar um Heklu,
tvitekur hann þá sögusögn, að eldurinn eyði vatni, en brenni

r

ekki hamp; hann getur um þrjú eldfjöll á Islandi eins og
Sebastian Múnster: Heklu, Krossfjail og Helga(fell). Ná-

1) Andvari XIX. bls. 89—92. Geografisk Tidsskrift XII. bls.
217—220.

2) Exegesis Historiæ Germaniæ. Niirnberg 1518. Ymer 1889
bls. 142.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0256.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free