- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
244

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[244

Nordenskiöld getur um bók þá, er heitir »Rudiment-

um Noviciorum«, hún er gefin út í Lúbeck 1475, þar er
íslands getið sem hér segir: »Um Yselandia. Iselandia
ér yzta land i Norðurálfu og liggur fyrir norðan
Nor-vegia. Á hinum tjarlægari takmörkum er landið þakið
sifelldum jökli, enda nær það tii norðurs yfir strönd
út-hafsins; þar er hafið frosið sakir ofmikils kulda. Austan
að landinu liggur hið efra Skytland, að sunnan Norvegia,
að vestan Irlandshaf, að norðan hið frosna haf.
Land-ið er kallað Yselandia, sem þýðir ís-land; þar er sagt
að séu snjófjöll samfrosin í harðan jökul. Þar finnast
krystallar. í þvi landi eru líka hvitabirnir mjög
stór-ir og grimmir, þeir brjóta isinn með klónum og gjöra
margar vakir og stinga sér niður i sjóinn gegnum þær.
Undir ísnum veiða þeir fiska, draga þá upp um götin,
sem nefnd hafa verið, draga þá til strandar og eta þá.
Landið er ófrjósamt að því er snertir jarðarávexti, nema
á fáum stöðum, þar geta hafrar þó varla vaxið í
dölun-um. Gras og tré vaxa að eins þar sem menn búa og í
þeim héruðum framleiðir landið villidýr og fæðir
stór-gripi. Landslýðurinn lifir þvi mestmegnis á fiski,
dýra-veiðum og kjöti, sauðfé getur ekki lifað þar sakir kulda
og þessvegna verjast íbúarnir kuldanum og hylja líkama
sinn með feldum villidýra og bjarna, sem þeir veiða;
annan klæðnað geta þeir ekki haft, nema hann sé
að-fluttur. Þjóð þessi er mjög feitlagin, sterk og ákaflega
hvit; hún er gefin fyrir fiskveiðar og dýraveiðar^1 Á

Herausgeg. von G. H. Pertz. Hannover 1838. VI. bls. 888—89.
Næst á undan þessari klausu (bls. 884—87), er i sama tímariti
prentuð skrá um hvali í Islandshöfum eptir einhvern Hartenius,
nöfnin eru bjöguð, en auðsjáanlega tekin úr Konungsskuggsjá eins
og K. Maurer hefir bent á (Die álteste Cetologie. Zeitschr. f.
deutsche Philologie IV. 1873. bis. 81—82). Hvalatal þetta er mjög
gamalt og er á handriti af sögu Brimabiskupa, er nær til 1395.

1) Rudimentum Noviciorum, seu epithoma in sex partes
juxta mundi ætates divisum. Liibeck 1475. Fol.; blað 91 b—92 a
og bl. 87 b. Sbr. Ólatur Daviðsson: Tímarit KIV. bls. 174. í
bókinni er og kringlukort grænlitað og er þar Island neðst á vinstri

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0258.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free