- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
245

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[245

öðrum stað í bókinni, þar sem talað er um Norwegia,
stendur þessi grein: »Þar eru uppspreitur, sem breyta
algjörlega í stein öllu, sem i þær er látið, skinni eðatré«.

r

I bréfi frá Raimondo di Sancio til hertogans af
Milano 18. desember 1497 er þess getið, að þeir JoJin
Cabot hafi mjög undrazt fiskmergðina við Labrador og
New-Foundland og segja þeir, að þaðan geti
Englending-ar framvegis fengið svo mikinn fisk, að þeir þurfi ekki

r

framar að fara til Islands, en þaðan sé nú mjög mikil
verzlun með harðfisk.1 I ferðasögusafni Sam. Purchas2
er prentað bréf frá einum af förunautum Hudsons, ritað

r

norðaustan á Islandi i maí 1610. Bréfið hljóðar þannig:
»Hvitasunnudag vorum við á norðausturenda Islands, við
lifðum þar i svo miklu bilifi, að eg held eg hafi aldrei
átt betra á Englandi. íbúar þessa lands eru mjög
fá-tækir og lifa aumu lífi, samt fundum vér þar mikla
gnægð fiska og lostæta fugla. Seinni hluta dags drap eg
þar eitt sinn svo marga fugla, að öll skipshöfnin, 23
menn, höfðu til hátíðabrigðis nóg i eina máltíð af
eintóm-um rjúpum, svo eg ekki telji spóa, lóur, síokkandir, urt-

r

andir og gæsir. Eg hefi séð tvær laugar á Islandi og fór
eg í aðra. Vér höfum ákveðið að reyna allt sem
frek-ast er unnt, og liggjum hér að eins til að bíða byrjar og
hressa oss áður en vér leggjum í isinn; isinn er nú að
koma frá vesturströndinni og vér höfum séð af honum
heilar eyjar, en guði sé lof, vér höfum ekki verið i
neinni hættu. Að lokum bið eg ykkur alla að biðja fyr-

r

ir oss. Islandi 30. mai 1610«.

r ’

I 7. kapítula hefi eg talað um Island á útlendum
landabréfum fram á miðja 16. öld, var það ætlun min
að rita að eins stutt og almennt yfirlit yfir kortagjörð

hönd, yzt við kringluröcdina milli Nrowe og Galicia, en Dacia er
litlu innar.

1) Henry Harrisse’. The Discovery of North America.
Lon-don 1892. 4. bls. 9.

2) Sam. Purchas his pilgrimes in five bookes. III. Part
Lon-don 1625. Fol., bls. 609.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0259.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free