- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
246

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[246

miðaldanna og geta hinna allra helztu landabréfa, er eg
þá hafði kost á að skoða. Þegar ekki er hægt að láta
eptirmyndir kortanna fylgja bókinni, er þýðingarlaust að
•telja öll landabréf og lýsa þeim, lesandinn er litlu nær,
en frásögnin verður leiðinleg og grautarleg, lá því næst
aðgetaað eins korta nokkurra úr hverjum aðalflokki, en
sleppa hinum ómerkilegri. Veturinn 1891—1892 hafði eg
þó ekki næg tæki til þess að rita eins vel um
landa-bréfin eins og eg vildi, sakir bókaleysis í Reykjavík.
Siðan hefir Olafur Davíðsson i timariti
bókmenntafélags-ins 1893 talið allmörg kort, er Nordenskiöld nefnir, og
bætt við nokkrum kortum úr öðrum söfnum, eru sum
þeirra allmerkileg, en sum ómerkileg; þó telur hann
ekki nærri öll forn kort, er snerta Island, sem ekki var
heldur von. Til viðbætis mun eg hér í stuttu máli

r

nefna nokkra uppdrætti, er geta Islands, þá, er mér
þykir mestu varða, hina geta þeir, er fásf við kortasögu,
séð i bókasöfnum; eptir lögun þessarar bókar á bezt við
að gjört sé að eins yfirlit og getið hins helzta. Að telja
öll nöfn á kortunum yrði allt of langt mál, enda eru
mörg nöfnin alveg óskiljanleg; það gæti þó ef til vill
ver-ið nógu gaman fyrir fróða menn, að reyna á þeim
get-speki sina, en það á ekki við í þessu riti.

Nöfnin Island og Thule sjást á mörgum
kringlukort-um frá 11. 12. 13. og 14. öld, en flestir eru uppdrættir
þessir þýðingarlitlir fyrir landfræðissöguna, þeir eru
all-ir með kringlulagi eða sporöskjulagi, þar eru eyjar í
útsænum fram með meginlandsröndinni og eru flestar
auðsjáanlega settar af handahófi með litilli þekkingu.
Ein af hinum merkustu heimskringlum frá miðöldunum
er Ebstorfer-kortið frá seinni hluta 13. aldar; þar er
Ys-landia sporöskjulöguð ey alveg fjarðalaus í útsænum.1

Á kringlukorti Richards Haldingham (1300j eru
fyr-ir norðan Orcades þrjár eyjar í útsænum við kringlu-

1) Die Ebstorfer Weltkarte in Auftrage des historischen
Ver-eins fiir Niedersachsen herausgegeben von Ernst Sommerbrodt.
Hannover 1891.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0260.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free