- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
247

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[247

röndina Ultima Tile, Ysland og Farese.1 Mörg önnur
kort eru til af svipaðri gerð; íslands er t. d. getið á
heimskriuglu frá 11. öld í British Museum, á 3 eða 4
öðrum kringlum frá 13. öld, sem geymdar eru á sama
stað, tveim kringlum frá 14. öld2 o. s. frv. ísland er
optast eyja í útsænum og takmarkast af beinum stryk-

r

um. A heimskorti bræðranDa Pizigani 1367 er »insula
sialanda« norður frá Skotiandi, en efasamt er, hvort eyja

r r

þessi á að vera Island.3 A heimskorti eptir Andreas
Walsperger (1448) er Svecia ey milli Danmerkur og
Nor-egs. Yzt á vestasta tanga Noregs er nafnið Yslandia og
þar bærinn pergen (Bergen) og svo Nydrosia; austar
stendur þessi grein: »Hér sjást opt andar í mannsliki
og skemmta þeir mönnum og eru þeir kallaðir tröll
(trolh).«4 Kort þetta snýr öfugt, suður niður.

Nordenskiöld hefir meðal annars gefið út uppdrátt af
Norðurlöndum, sem geymdur er í Warschau i bókasafni
Zamoishi’s kanslara5; uppdráttur þessi er gjörður hér um
bil 1467 og mjög merkilegur; segir Nordenskiöld, að hann
sé fyrirmynd eða frummynd Donis-kortsins 1482 og
margra anuara uppdrátta. Islaud er á þessum uppdrætti
sporöskjulagað og 11 eyjar kringum ströndina. Nöfnin
eru öll óskiljanleg nema eitt, Hólar (hollonsis). Eyjan
Thile er á þessu, eins og mörgum öðrum kortum, sérstök
milli Noregs og Orkneyja, en »ferensis« (Færeyjar) norð-

1) Útgefið af Rev. F. T. Hauergall 1869. London.

2) De Santarem: Atlas composé de mappemondes et de
cartes hydrographiques du XI au XVII. siécle. Paris 1852. Jomard:
Les monuments de la géographie au recueil d’anciennes cartes.
Paris. A sporöskjulöguðu heimskorti frá 13. öld í Brit. Mus. eru
Noregur og Island eyjar fyrir vestan Norðurálíu og stendur
skrif-að á Islandi: «Ysland. hic gens veridica ideo regnat sacerdos« og
er það auðsjáanlega bergmál frá Giraldus Cambrensis.

3) Jomard, tab. 44—45.

4) Eine neue "VVeltkarte der vatikanischen Bibliothek
her-ausgeg. von K. Kretschmer (Zeitschrift der Gesellschaft fiir
Erd-kunde zu Berlin XXVI. 1891. bls. 371—406. tab. 10).

5) A. E. Nordenskiöld: Facsimile-Atlas. Stockholm 1889. tab.
30, bls. 55.

b

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0261.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free