- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
249

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[249

korn, mjöl og aðrar nauðsynjar; eru Englendingar vanir
að sigla þangað árlega til þess að flytja burtu fiska
þessa. Þjóð þessi er að sögn Englendinga viit,
ómennt-uð og hálfnakin og býr hún i mjög lágum húsum
neðan-jarðar. Um sjóinn þar er ekki hægt að sigla í 6
mán-uði, af því hann er frosinn«.

A korti eptir Salvat de Palestrina 1503 — 1504 (í

r

safni Kunstmann’s) er Island svipað eins og á Doniskort
inu og 13 eyjar umhverfis það, þar eru og á landinu
ýms bjöguð nöfn, flest óskiljanleg; á öðru korti i sama
safni eru 8 eyjar kringum landið og hjá því er settur
hvítur fáni með rauðum krossi (ekki dannebrogsflagg);
samskonar merki er líka á korti Pedro Reinel’s 15051 og
á portúgölsku korti2, sem gjört hefir verið fyrir 1520;
merki þessi eiga ef til vill að þýða, að landið sé kristið.
I safni Nordenskiölds er íslands getið á mörgum
göml-um kortum frá 16. öld, landið er sett í Norðurhafið, fjær
eða nær Grænlandi, og engin. nöfn nema landsnafnið
sjálft, svo er t. d. á kortum eptir Scliöner (1515), Petrus
Apianus (1520), Orontius Finœus (1531), Sim. Grynæus
(1532), Antonio Floriani (um 1550), Hieronymo Girava
(1556), Petrus Martyr (1587), Myritius (1590), Cornelius
de Judœis (1593) o. s. frv. A heimskorti í
Ptolemeus-útgáfu Venetia 1561 er ísland nafnlaust en mjög langt
og eins stórt eins og Bretland, heimsskautsbaugur
snert-ir suðuroddann.3 Á þessum kortum flestum er annars
litið eða ekkert að græða. Talsvert óvanaleg lögun er á
íslandi á kúlukorti frá árunum 1530—40, sem geymt er
í þjóðbókasafninu í Paris (le globe doré), landið er þar
nokkurn veginn ferhyrnt og firðir inn í það að norðan,

1) Kunstmann: Atlas zur Entdeckungsgeschichte Amerika’s.
Miinchen 1859. tab. 1—4.

2) K. Kretschmer: Die Entdeckung Amerikas in ihrer
Bedeu-tung fúr die Geschichte des Weltbildes. Berlin 1892. Atlas. tab. 12.
Þetta kort er annars mjög líkt kortunum i safni Kunstmanns.

3) Nordenskiöld: Facsimile-Atlas, tab. 45.

b*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0263.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free