- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
251

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[251

er í miðju landi, á seinni útgáfum t. d. 1554 stendur
ekkert fjall og ekkert nafn1.

Vér höfum fyrr talað um Gerharcl Mercator og getið
um það, hve mikla þýðingu hann hafði fyrir framfarir
allar í kortagjörð. Islands er getið á ýmsum uppdráttum

F

hans og skal hér nefna nokkra, sem eg hefi séð. A hinu

t

hjartamyndaða korti Mercators 1538 er Island aflöng eyja

frá suðri til norðurs uppi við Grænlandsströnd, og sker

heimsskautsbaugur nyrðri endann2. Seinni uppdrættir

hans sýna allmiklar framfarir, þvi þá voru kort Olaus

Magnus’ar og Zeno’s komin fram á sjónarsviðið. Á Eu-

ropukorti G. Mercators, sem gefið er út í Duisburg 1554,
t f

ber Islands-uppdrátturinn auðsjáanlega mikinn keim af

korti Olaus Magnusar; á korti þessu eru ýras nöfn og

raörg þeirra nærri sanni. Vestan í landið gengur stór

flói raeð raörgura eyjura, og heitir hann »Hanafiord sinus«;

hjá nafninu »Snauel jokel« stendur: »þetta þýðir snæ-

höfði, því hann er allt af hvítur af snjó«. Nyrzti fjörð-

urinn að vestan heitir »Wolfssund«, á miðju landi eru

vötn eins og hjá Olaus Magnus3. Heimskort Mercators

1569 er nokkuð líkt kortinu 1554, og ber einnig keim af

Olaus Magnus og Zeno; landið er breiðara að vestan, en

mjókkar til norðausturs; þar er kross af 5 fjallgörðum

og hinn sjötti með álrau út úr gengur út undir Langanes;

á kortinu eru all-raörg nöfn og flest vel skiljanleg, við

Heklu (HekelfortJ stendur: »þeytir ávallt úr sér reyk, opt

t

líka logum«. Suðvestur af Islandi er Icaria, Frisland
stórt land sunnar. Heimsskautsbaugur gengur sunnarlega

1) Cosmographiæ universalis lib. VI. Basel 1554. bls. 830.

2) Nordenskiöld: Facsimile-Atlas, bls. 91. og tab. 43.

3) Drei Karten von Gerhard Mercator herausgegeben von der
Gesellschaft fur Erdkunde zu Berlin. 41 Tafeln. Berlin 1891. Á
þessu blaði stendur meðal annars : »Scotie Islandieque
circum-scriptionem et insulas intermedias magna fide pictas accepimus a
perito nauclero, qui multis itineribus hoc mare pervestigavit«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0265.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free