- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
252

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[252

yfir mitt landið1. í kortasafni Rumolds Mercators 1595
er ný útgáfa af norðurlandakorti Gr. Mercators mjög
end-urbætt, lögun landsins er skárri og nöfnunum hefir
æði-mikið fjölgað, liklega hefir landsuppdráttur Guðbrands
biskups haft einhver áhrif á þetta kort2.

A heimskorti eptir Abráham Ortelius 1570 er ísland
mjög ólögulegt, og gengur þrískiptur hali norðaustur úr
því; heimsskautsbaugurinn gengur sunnarlega um landið

r

mitt3. I sama kortasafni er líka norðurlandakort og á

r

þvi annar uppdráttur af Islandi, ólíkur hinum og miklu
fullkomnari, og kortið er all-nákvæmt að þvi er nöfn
snertir, enda er það hrein og bein eptirmynd af korti
Mercators 1569. Kort eptir Vaz Dourado4, sem gjört var
um sama leyti (1571), er af allt öðru sauðahúsi, og nöfnin
allt önnur, svipuð nöfnunum á kortum í Kunstmanns safni,
sem eg hefi áður nefnt; lögun landsins er þó ekki mjög
afskræmisleg; stór fjörður með eyjum gengur vestan í
landið. I eyjalýsingum G. F. Camatii (1571—1574) er

r

sérstakt kort af Islandi5, og sýnist það að miklu leyti

t

tekið eptir uppdrætti Olaus Magnusar. A kortinu eru
þrjú aðal-fjöll: Heigafell, Hekla og Krossfjall, og er eldur
og óskapnaður (chaosj undir þeim öllum, þar eru klettar
og ker, vötn, tjöld, tré, kofar og is rekandi i hafinu, allt

1) Drei Karten von Gerhard Mercator. Berlin 1891. Sbr.
einn-ig Jomard tab. 76—77. A. Heyer hefir lýst kortum þessum í
Zeit-schrift í’iir wissenschaftliche Geographie. Weimar 1890. Band VII.
bls. 879—3S9, 474—487, 507—528. I Orbis terræ compendiosa
de-scriptio eptir Rum, Mercator 1587, í Nordenskiölds Facsimile-Atlas
tab. 47 og viðar eru eptirmyndir af korti G. Mercators 1569.

2) Um nöfnin á Mercatorskortunum sjá ritg. Ó. Davíðssonar í
Timariti bókmí. 1893. bls. 164—166.

3) A. Ortelii Theatruni orbis terrarum. Antverpiæ 1570.

4) Kunstmanns Atlas zur Eutdeckungsgeschichte Amerikas.
Munchen 1859. tab. XI.

5) G. F. Camatio: Isole famose, porti, fortezze, e terre
mari-time sotto poste alla Serma Sigria di Venetia ad altri Principi
Christiani et al Sig. Turco, nouamente poste in luce Venetia 1571
—74.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0266.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free