- Project Runeberg -  Landfræðissaga Íslands / I. /
255

(1892-1904) [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

[255

uppdrættirnir báðir eru eflaust eptirmyndir af korti
Guð-brands biskups Þorlákssonar. Hvenær frumrit Guðbrands
biskups hefir komizt til Vedeis er mjög óvíst; hafi
Ortelius stungið uppdráttiun 1585 eins og á honum stendur,
hefir Guðbrandur biskup hlotið að gjöra frummyndina
nokkrum árum fyrr, og það getur vel verið, að hann hafi
þegar verið búinn að teikna kortið, er hann fór til
Dan-merkur til vígslu 1571; síðan hefir Vedel skinnað það upp,
látið teikna það betur o. s. frv., en við það hafa mörg
nöfnin ruglazt, af því Vedel hefir ekki skilið þau, en
Guð-brandur hefir ef til vill ekki skrifað þau sem iæsilegast,
óglögg er t, d. hönd hans á nöfnunum á korti því, er
hann gjörði yfir Norðurhöf 1606; síðan hefir Vedel sent
Orteliusi eptirmyndina, en Ortelius hefir svo breytt því,
sem honum sýndist, til smekkbætis og prýðis hefir hann
síðan sett á kortið allskonar skrímslamyndir, eins og þá
var tízka, og skrifað á það klausur úr fornum bókum,
hjátrúarsögur og þesskonar; ef til vill hefir Vedel
siálf-ur verið búinn að setja eitthvað slíkt á uppdráttinn eins
og t. d. um orminn í Lagarfljóti o. fl. A Mercatorskortinu
er skrípamyndunum sleppt og flestum klausunum. —
Hvenær Guðbrandur Þorláksson hefir mælt hnattstöðu Hóla
er óvíst, menn hafa getið þess til, að hann hafi gjört það
1585, rétt áður en Ortelius lét stinga kortið, en ekkert
annað er víst, en að hann hefir gert það einhvern tíma
fyrir 1593, þegar »Commentarius« Arngríms lærða korn
út. Þegar betur er athugað, snertir hnattstöðumælingin
ekkert uppdrættina; líklega hefir Guðbrandur biskup
teiknað kort sitt löngu áður en hann mældi hnattstöðu
Hóla. Á báðum kortunum er Island sett of norðarlega
eins og títt var á hinum eldri kortum, á Mercators korti
liggur landið milli 64^/2 0 og 68° 6’ n. br., á Orteliusar
korti milli 64° og 673/* 0 n. br., hjá Mercator eru Hólar
á 67° 18’ n. br., hjá Ortelius á 67° n. br., en nú mældi
Guðbrandur biskup hnattstöðu Hóla og fann 65° 44’, og
eptir þeirri mælingu setur Þórður Þorláksson breidclarstig
Islands á sínu korti 1668. Guðbrandur biskup hefði ekki

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 14:45:09 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/landfraed/1/0269.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free