- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
I

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FORMÁLI.

Arið 1838 tókst Bókmentafélagib á hendur að safna
gögnum til stórrar Islandslýsingar og átti lýsingin að standa
jafnhliða Uppdrætti Islands, sem þá var verið að gefa út.
Jónas Hallgrímsson tók að sér að semja eðlislýsingu Islands,
en Jón Sigurðsson ætlaði að rita þjóðlýsinguna. Pegar
Jónas Hallgrimsson dó 1845 féll þetta fyrirtæki niður og
síðan hefir ekki verið við því hreyft. Hinn 22. april 1904
ritaði eg deild Bókmentafélagsins i Kaupmannahöfn og
bauðst til að semja lýsingu Islands i þrem deildiun,
eðlis-lýsing landsins, lýsing þjóðar og atvinnuvega og seinna meir
staðalýsingu ef þvi yrði við komið. Uppástungan var
sam-þykt á aðalfundi 1905, þó með því skilyrði að ritið yrði að
minsta kosti þriðjungi minna, enn eg hafði áætlað.

Nú kemur hér hið fyrsta bindi af riti þessu fyrir
al-mennings sjónir og hefir það inni að halcla lýsingu sævar
og stranda og almenna lýsingu lanclslags og vatna. Af því
eg hefi orðið að stytta ritið er efnið nokkuð meira
saman-dregið en eg hefði óskað. Eg bið góða menn að minnast
þess að bókin er almenn fræðibók og handbók, en ekki
beinlinis skemtibók, og í þesskonar ritum er eigi hægt að
komast hjá upptalningum. Til þess þó að gera bókina
læsi-legri hefi eg samið nokkuð itarlega innganga við hvern
kafia, enda var nauðsyn á því, sökum þess hve tilfinnanlegur
skortur er á öllum almennum fræðibókum á islenzku, og
það svo að til vandræða horfir fyrir menningu hinnar
ís-lenzku þjóðar, ef ekki verður bráðlega bætt úr þvi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0009.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free