- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
II

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II

Eg hefi víða orðið að fara fljótt yfir, því efnið er
afar-mikið, og getnr þvi eðlilega i sliku riti aðeins komið fram
i ágripi. Til þess þeir sem það girnast geti leitað sér meiri
fræðslu um ýms atriði hefi eg neðanmáls visað til hinna
helztu heimildarrita i hverri grein. t*að sem hér er skráð
er aðeins litið brot af því, sem eg hefi safnað til
land-lýsingar. en Landfræðissagan bætir þó nokkuð úr, þvi þar
er nánar sagt frá ýmsu og eins í ferðasögum minum i
Andvara, en betri uppbót yrði það þó, ef eg gæti komið út
»Ferðabók& minni i heilu lagi. Það sem snertir
eðlislýs-ingu landsins er nærri alt bygt á eigin rannsóknum; á
ferð-um minum 1881 —1898 skoðaði og land alt, svo eg hefi
fengið yfirlit bæði yfir bygðir og óbygðir. en enginn
mensk-ur maður getur skoðað hvern blett á svo stóru landi og þvi
hefi eg sumstaðar orðið að fara eftir sögusögn annara og
eldri ritiun, og get þvi ekki ábyrgst að alt sé villulaust, en
alt stendur til bóta. Finni eg eitthvað athugavert, mun eg
leiðrétta það i seinni bindum.

Varla þarf að geta þess, að landfræðisbækur verður að

lesa með landabréfum, og hver sá. sem vill hafa full not af

þessari bók, verður jafnan að hafa Uppdrátt Islands til

hliðsjónar við lesturinn. Hvað bygðir snertir er kort Björns

Gunnlaugssonar enn hið langfullkomnasta, þegar sleppir þeim

bygðum, sem landfræðisdeild herforingjaráðsins hefir mælt.

Uppdrættir herforingjaráðsins ná enn ekki nema yfir suður-

jaðar landsins, en eru framúrskarandi góðir og nákvæmir

og ættu bændur að reyna að eignast uppdrætti þessa, sem

eru tiltölulega mjög ódýrir, hver yfir sina sveit. A þeim

standa allir bæir og kot, vegir, brýr, fljót og lækir, kirkjur

og þingstaðir, fjöll og hálsar og er alt mjög nákvæmlega

til greint; auk þess má sjá þar allar hæðir og halla, grjót

og mela, tún og engi, sanda og beitarlönd o. s frv. Þessir

uppdrættir gefa i fyrsta sinn fullkomlega. nákvæma lands-

lagslýsingu af Islandi, það sem þeir ná. Til yfirlits um alt

t

land mun Uppdráttur Islands, sem eg gaf út 1900, vera
einna handhægastur, og hvergi sjást nýjustu rannsóknir á
óbygðum og öræfum nema þar. Við þetta rit mun upp-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0010.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free