- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
3

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hnattstaða íslands og stærð.

3

fræðingar á 15. og 16. ölcl og siðar settu liestir ísland altof
norðarlega á landabréf þeirra tima; menn höfðn heyrt svo
mikið sagt af is og kulda á Islandi. að mikill hluti landsins
var settur fyrir norðan heimskautsbaug og jafnvel stundum
landið alt. f*á höfðu menn ekki neinar fastar mælingar að
styðjast við. Guðbrandur biskup Porláksson (f. 1542,
d. 1627) var hinn fyrsti sem með vissu ákvað legu Islands
á hnettinum, honum reiknaðist breiddarstig Hóla 65° 44’ n.
br., hann gjörði og hinn fyrsta uppdrátt af Islandi, sem
nokkuð gagn var i. Pórður biskup Þorláksson (f. 1637,
d. 1697), jók við ýmsum athugunum um hnattstöðu Islands,
samdi landlýsingu og gjörði uppdrátt, og er það sérstaklega
þessum tveim mönnum að þakka, að Island komst á
nokk-urn veginn réttan stað á hinum betri landabréfum 17. og
18. aldar.1) A fyrri hluta 18. aldar gjörðu þeir Magnús
Arason (f. 1683, d. 1728) og Hjalti Þorsteinsson (f. 1665,
d. 1752) uppdrætti ýmsra héraða á Islandi, en seint á
öld-inni tóku Danir og Frakkar að gjöra sjómælingar fram með
ströndum landsins. A árunum 1801 —1818 lét stjórnin
fram-kvæma strandmælingar á Islandi og eru öll hin seinni
landa-bréf bygð á þeim. Björn Gunnlaugsson (f. 1788, d.
1876) ferðaðist á árunum 1831—43 um mestalt landið og
mældi bygðir og nokkuð af óbygðum. Siðan lét
Bókmenta-félagið skeyta saman mælingar Björns Gunnlaugssonar við
stranclmælingarnar og gaf út »Uppdrátt Islands« árið 1844.
Siðan hafa verið kannaðar þvinær allar óbygðir og á
hin-um seinustu árum hefir Danastjórn látið byrja nýja og
ná-kvæma mælingu á suðurströndu Islands og jafnframt hefir
sjórinn kringum landið verið kannaður miklu betur en
áður.

Stærö Islands. Island er stærst af öllum þeim eyjum,
sem teljast til Norðurálfu heims, þegar Bretland eitt er
undanskilið. Að þvi er menn vita bezt, mun Island vera
hérumbil 1870 ferh. milur að flatarmáli, en Bretland (Eng-

J) Frá linattstöðumælingum á íslandi, landmælingum og
korta-giörð fyrr og siðar er ítarlega sagt í »Landfræðissögu Islands«.

1*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0017.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free