- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
5

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

19 Hnattstaða íslands og stærð.



nokkuð á nýjum uppdráttum og þó skekkjan sé eigi mikil
á hverjum stað, þá geta margir smágallar dregið sig saman.
þegar reikna skal flatarmál á svo stóru landi. þó getur
munurinn varla orðið mjög mikill frá þvi sem nú er álitið.
Pá má ennfremur geta þess, að það er af ýmsum ástæðum
mjög örðugt að mæla flöt uppdrátta svo fullkomlega sé
ná-kvæmt. Ef vér einhverntíma á 20. öldinni eignumst
upp-drátt af Islandi. sem samsvarar timans kröfum, munum vér
fá fulla vissu um þessar stærðir og aðrar, er snerta
land-fræði Islands, en nú eru margar tölur nokkuð á reiki. og
verða ekki skoðaðar öðruvisi en hlutfallstölur settar eftir
þvi sem næst verður komist.

A 18. öld voru uppdrættir Islands enn mjög ófullkomnir
og af þvi leiddi. að menn voru mjög i vafa um, hve landið

t r

væri stórt. I landfræðisbókum þeirra tima er stærð Islands
mjög breytileg, frá 1400 ferh. mílum upp i 2700 ferh. m.
Með strandmælingunum 1801—1818 fekst margfalt betri
vissa um hnattstöðu Islands og lögun en áður, og eftir
mælingum þessum hafa allir uppdrættir af Islandi verið
gjörðir fram á þenna dag. Mælingarstarfið liefir nú verið
halið að nyju, en þess mun langt að biða áður en svo
ná-kvæm mæling getur þanist kringum land alt. Verða menn
þvi enn um stund að sætta sig við þær stærðatölur. sem
fundist liafa eftir hinum gömlu uppdráttum þó þær sé eigi
fullkomlega nákvæmar. Arið 1850 mældi Halldór
Guð-mundsson, skólakennari, flatarmál landsins á uppdrætti
Björns Gunnlaugssonar. en hann styðst, eins og kunnugt
er, við strandmælingarnar. Pessi flatarmæling er ein hin

áreiðanlegasta sem hingað til hefir verið gjörð, og komst

»

Halldór að þeirri niðurstöðu, að Island væri 1867,3 ferh.
milur,1) þessi tala mun vera nærri sanni effcir þvi sem fyrir
liggur, en þó ef til vill heldur litil. Aðrir. sem hafa mælt
á ýmsum kortum, hafa fengið aðrar tölur t. d. 1862, 1872.
190H ferh. milur.2) Sýnir þetta vel, hve miklu getur munað

l) Halldór Gudmundsson: IJm stærð Islands (Skýrslur um
Lands-liagi á íslandi I, 1856 bls. 97—109).

’-’) tað var þýzkur landtræðingur H. Wagner í Göttingen, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0019.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free