- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
6

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

19

Hnattstaða íslands og stærð.

í mælingunni þó sami uppdráttur, reyndar með ýmsum
mæli-kvaröa, sé lagður til grundvallar.

Enn meiri óvissa er á þvi, hve hlutfallsleg stærð er
milli bygðra héraða og óbygðra, milli ræktaðs lands og
óræktaðs, heimahaga, afrétta og öræfa, fulla vissu er að svo
stöddu ómögulegt að fá af þeim uppdráttum, sem nú eru
til, encla er komið undir álitum manna hvernig reikna skal.
Yerður þvi hér sem annarstaðar i landfræðisbókam að nota
þær tölur sem eptir kringumstæðum virðast næstar þvi sem
rétt er. Mjög misskiftar skoðanir munu vera um það, hvað
telja skuli með bygðu landi eða eigi. Ef öll láglendi, dalir
og fjallabygðir, heimalönd, búfjárhagar og bygðafjöll eru
sameinuð og kölluð bygðir eða sveitir, þá verður þetta alt
til samans 6—700 ferh. mílur, en afréttir, öræfi og óbygðir
11—1200 □ milur. Pannig heíir oftast verið talið, en i
raun réttri eru bygðirnar miklu minni og óbygðirnar stærri.
I þessum reikningi eru með bygðum talin stór svæði af
gróðrarlitlum hraunum, fjöllum og söndum, urðum, melum
og lioltum, en ef aðeins er talið flatarmál samanhangandi
sveita, mýrlenda og heimahaga, en slept hinum stærri
fjall-spildum, söndum og hraunum, sem liggja eins og óbygðir
öræfakaflar innan um sveitir eða nærri þeim, þá verður

komst að Jþeirri niðurstöðu, að ísland væri 1903 ferh. mílur á stærð
(E. Behm und H. Wagner: Bevölkerung der Erde VI. Petermanns
Mitteilungen Ergánzungsheft Nr. 62. Gotha 1880, 4° bls. 86-87). Þessi
tlatarstærð var tekin upp í íiestar nýjar bækur, af því menn hugðu
hana rétta, en það liefir nú sýnt sig, að mæling þessi altaf hefir verið
óáreiðanleg, hún var gerð eptir örlitiu korti í »The Journal of Roj’al
Geographical Society« í London 1876 með mælikvarða 1:2,080,000 og
var því ekki að búast við neinni nákvæmni. H. Wagner hefir nú
sjálfur kannast við þetta og liefir að nýju með allri nákvæmni, sem
unt var, látið mæla fiatarmálið á stærra uppdrætti (með mælikvarða
1:1,000,000) og nú verður landið aðeins 1872 ferh. mílur (Petermanns
Mitteilungen 1904 bls. 56); uppdráttur sá, sem H. Wagner hefir lagt
til grundvallar, er eptir mig og fylgir »The Geographical Journal«
Yol. XIII. 1899, en hann er, hvað ströndina snertir, eðlilega bygður á
hinum fornu strandmælingum, annað var ekki til. Annars er
merki-legt, að maðurinn skuli ekki hafa mælt eptir frumkoi’tunum með
stór-um mælikvarða, þá var liking til að mælingarvillurnar yrðu sem minstar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0020.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free