- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
7

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

19 Hnattstaða íslands og stærð.

flatarmál þess sem eftir er aðeins 250 ferh. mílur og
er þó vel i lagt. fó er af þessu flatarmáli aðeins örlitið
ræktað land. Landshagsskýrslur (1903) telja að tún öll séu
á Tslandi 53,445 vallardagsláttur eða þrjár ferh. mílur, þar
við bætast svo kálgarðar og annað sáðland, sem 1903 voru
894 dagsláttur, flæðiengi. nátthagar og annað land sem
ein-hver rækt er lögð við, og verður þetta alt varla meira en
fjórar ferh. mílur. Pað má þó vel vera að þetta sé nokkuð
lágt reiknað, en meir en fimm ferli. milur er ræktað land
ekki á Islandi. Landið er mestalt hálendi og er ekki að
búast við að land, sem liggur svo norðarlega og er svo
hátt úr sjó, sé gróðrarmikið i heild sinni.

II. Sjórinn kringum ísland.

1. Sævardypi. Sævarbotn.

Beggja megin við hrygg þann, sem liggur neðansævar
frá Islandi til Grænlands og Færeyja, eru afarmikil
mar-dvpi. I kvosunum fyrir sunnan og norðan lirygginn er
1000 til 1800 faðma dýpi, en á hryggnum sjálfum víðast
hvar aðeins 200 faðma d)’pi. Hryggur þessi hefir mikil
áhrif á strauma og hita hafsins; kalda botnvatnið úr
Ishaf-inu kemst eigi suður fyrir hann, milli Islands og Færeyja.
en volga vatnið, sem sunnan að kemur, flýtur ofan á og
breiðir sig um hafið fyrir vestan Noreg alt upp til
Spitz-bergen. Af hryggnum og frá grunnsævis-pallinum
kring-um Island er jafnt afliðandi halli niður i djúpin fyrir
sunn-an og norðan, þó er hallinn nokkuð mismunandi á ýmsum
stöðum, en alstaðar þó svo litill að hans mundi varla gæta.
ef þar væri þurt land. Fyrrum hugsuðu menn sér
sjávar-botninn likan yfirborði landa og ætluðu, að þar væri
svip-aðar mishæðir, fjöll og dalir, tindar og bungur, gil og gljúfur.
en rannsóknir seinni tirna hafa sýnt, að svo er eigi. Nú
vita menn. að botn úthafanna er mjög mishæðalitill, ef þar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0021.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free