- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
10

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

10

Sjórinn kringum ísland. Grunnsævi.

milli Skotlands og Færeyja, þar gengur áll
(Færeyja-Hjalt-landsállinn) 600 faöma djiipur inn meö grunnsævisbrúninni.
norðan úr Noröurhafsdjúpi, og sker hrygginn nærri sundur,
en þar fyrir norðan og vestan risa Færeyjar úr sjó af
breið-um hjalla neðansævar alveg einsog Island, og er á palli
þess-um 100—150 faðma dýpi. Hryggurinn gengur svo frá
Fær-eyjum norður og vestur til Islands upp að Austfjörðum og
er hann 37 mílur á lengd milli grunnsævishjallanna og 10—
15 milur á breidd, á honum er 200—270 faðma dypi;
hrygg-urinn er liægt aðlíðandi upp að grunnsævisflötunum og
liggur ekki nema tæpum 100 föðmum neðar. Frá
Vestfjörð-um liggur hrvggurinn beint vestur til Grænlands og er mjög
mjór og stuttur milli grunnsævis beggja megin. þvi þar
ganga grynningar langt út á báða bóga; að norðan úr
Is-hafi gengur inn djúpur áll norðan við Jan Mayn mitt á
milli Grænlands og Islands. A þessum nyrðri hrygg er
dýpið dálitið meira en á hinum syðri (250—320 faðmar).

Ef lina er dregin kringum Island gegnum alla þá staði.

þar sem er 100 faðma dýpi, sést að lína þessi fylgir grunn-

sjóarbrúninni, en beygist þó hér og hvar inn með löngu-m

bugðum og stafar það af þvi, að þar eru langar skorur inn

i flötinn, nokkurskonar marbotns-firðir, sem eru áframhald

af hinum stærri fjörðum, sem inn í landið ganga. Fjarða-

álar þessir neðansævar eru allir tiltölulega grunnir og ganga

/

viðast einsog reglulegir álar út af stranda-fjörðunum. A
hinum breiðu grunnum út af Vestfjörðum er mjög litið um
misdýpi eða ála, aðeins skorur upp i flötinn og tvær eða
þrjár grunnar dældir. Inn eftir botni Breiðafjarðar gengur
Kolluáll inn undir Höskuldsey 100—150 faðma djúpur og
eru hliðar hans 70—80 faðma háar og snarbrattar; út af
Breiðafirði vikkar Kolluáll og verður að neðansævar-firði,
sem gengur upp i grunnsævis-röndina. Ut af Faxaflóa er
afliðandi halli. en djúpir álar á grunnsævisbotni ganga út
frá öllum flóum á Norðurlandi; út af Húnaflóa er 12 mílna
langur neðansævar-fjörður, sem fyrir utan miðju er 50—60
faðmar á dýpt (niður fyrir 100 faðma linuna). Breiðar dældir
neðansævar ganga inn beggja megin grunna þeirra, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0024.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free