- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
12

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

12

Sjórinn kringum ísland. Grunnsævi.

Grímsey er á, og úr þeim álar inn i Skagafjörð, Eyjafjörð,
Skjálfanda og Pistilfjörð, svo hundrað faðma dýpi er þar
alstaðar i fjarðamynnum nærri landi. Fyrir sunnan
Langa-nes gengur inn 10 mílna langur og 1—3 milna breiður flói
neðansævar inn undir Bakkaflóa og beygir endi hans upp
undir Viðvik; botn hans er flatur og dýptin 20—30f.(undir
yfir-borði grunnsjóarflatarins). Inn undir Héraðsflóa gengur
annar samkynja fjörður 10—40 f. djúpur og annar mjórri
er út af Seyðisfirði (20—30 f.). Þar fyrir sunnan er
sævar-botninn ósléttari, þó eigi séu ójöfnurnar miklar; rönd
grunnanna gengur fjær ströndu, en þó liggja þrir álar inn
að Reyðarfirði, Berufirði og Lóni; lengsti djúpállinn er sá,
sem gengur inn í Reyðarfjörð, hann er 14 mílur á lengd
og 30 faðma djúpur. Lónsállinn hefir svipað dýpi, en
Beru-fjarðarállinn er nokkuð grynnri (10—20 f.). Pó engir firðir
gangi nú inn i strendur Skaftafellssýslu, þá eru þar þó
langir fjarðaálar á mararbotni og eru þeir flestir áframhald
hinna stærstu vatnsrása á landi, eða eldri fljóta, sem runnið
hafa á þeim svæðum; fjórir álar stefna upp að Hornafirði.
Breiðamerkursandi. Skeiðarársandi og Skaftá og hinn fimti
gengur upp i stefnu til Hjörleifshöfða og heitir
Reynis-djúp. Suður og vestur af Reykjanesi eru tvær skorur inn
í grunnsævispallinn (Selvogsdjúp og Reykjanesdjúp), og
standa þær ekki í neinu sýnilegu sambandi við dali eða
firði á landi.

Dýptamælingarnar sýna þannig, að álar eða ræsi skera
sig niður i flötinn kringum land alt og eru þeir viðast hvar
•i áframhaldi stórra fjarða. dala og vatnsrása á landi og
geislast út frá hæðahryggjum landsins einsog þeir.
Grunn-sævis-flöturinn er liklega þakinn lausagrjóti, sandi og möl,
og þar sem menn hafa vel kannað djúpið, sést að yfirborðið
er öldótt og niður i þetta lausagrjót munu djúpálarnir að
miklu leyti vera skornir og ef til vill sumstaðar niður i hið
fasta berg, sem undir er. Pessir firðir neðansævar eru að
ýmsu ólikir strandfjörðunum, þó þeir séu áframhald þeirra,
þeir eru miklu grynnri, 10—30 faðmar, en hinir eru frá
bjarg-brúnum til botns 300—500 faðmar á dýpt; barmar þeirra

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0026.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free