- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
14

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

14

Sjórinn kringum íslancl.

Sævarbotninn er víðast þakinn leir og leðju; klappir.
klettar og urðir íinnast óviða nema á grynningum nærri
landi. Ar og lækir bera af fastalöndunum si og æ sand og
leir út i höfin. svo ójöfnurnar á mararbotni hverfa smátt og
smátt, þar við bætast leifar óteljandi smádjra, sem siga til
botns, þaragróður, skeldýr og kórallar, ennfremur
eldfjalla-aska og dust það. sem berst með vindum iit frá löndunum.
í’að er þó töluverður munur á botnleðjunni i úthafsdjúpum
og i grunnsævi; grjót, sandur og möl kemst mjög sjaldan
langt út frá landi nema þegar það berst með ísjökum, þangi
eða rekavið.

r

Yið strendur Islands uppi undir íiæðarmáli eru sker og
rif. flúðir og flesjur mjög algengar, en þegar kemur út á
nokkuð dýpi til muna, eru klettar fremur óalgengir á
sæv-arbotni, þvi alt er hulið sandi og leir. Pó eru klappir og
stórgrýti, ójöfnur og urðir á stöku stað á 10—20 faðma dýpi
og nokkru neðar t. d. á Vestra- og Syðrahrauni i Faxaflóa,
við Kolluál á Breiðafirði, á HúiiafLóa og viðar; einnig er
mælt að harðar klappir séu sumstaðar i bot.ni á neðansævar
hryggnum milli Islands og Færeyja. Par sem harðar
straum-rastir eru á botni, i sundum milli eyja, og sumstaðar fram
með landi, berst leir og sandur burt, svo klöppin ber verður
eftir. Hafísar hafa einnig borið möl og stórgrýti langt út
á grunnsævisflötinn og dreift þvi um sjáfarbotninn, og
all-viða hafa jöklar á ísöldu ekið á undan sér stórum
grjót-röstum i sjó fram og myndað malaröldur og hóla á
marar-botni, en þetta nær sjaldan langt út, varla lengra en rúma
milu frá annesjum þar sem lengst er og eigi niður fyrir
50—60 faðma dypi. Leðja er þó viðast á botni þegar
nokk-uð kemur út fyrir landsteinana eða þá leir og sandur og
sumstaðar á blettum skeljasandur eða skeljamulningur.1)
-Jökulárnar á Islandi bera mikil kynstur af sandi og leir til
sævar og hafa fylt alla firði, sem verið hafa á suðurströndu
landsins, og eru þar nú eintómir sandar og grunn lón þar

M Petta er nákvæmlega sýnt á hinum nýju sjó- og fiskiveiðakortum
frá austur- og suðurströndu Islands (Landfræðissaga IV, bls. 317—318).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0028.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free