- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
15

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sævarbotn.

15

sem árnar renna til sævar. Af því jökulvatn jafnan er
leðju-meira en bergvatn, liafa allir þeir iirðir, sem jökulár renna
i, grynkað fyrr en aðrir firðir og hin smágjörvasta leðja
berst langt út i sjó og sezt til botns margar mílur frá
ár-mynnunum. Pannig hafa árnar sumstaðar myndað
grynn-ingar langt fram með landi t. d. Löngufjörur við
Staðar-sveit. Straumar bera lika oft árburð með ströndum fram.
og sezt þá leirinn og sandurinn i afdrep bak við höfða og
nes. fyllir upp vikur og myndar nvtt land, sumt berst á sjó
út, en þó sjaldan mjög langt frá landi.

Eftir að menn fóru að kanna úthöíin með grunnsökku.
hafa menn orðið margs visari um botnleðjuna i djúpinu, og
hafa séð, að hún er af ýmsu tagi og er að tiestu frábrugðin
botnmyndunum á grunnsævi. Leir og sandur, sem árnar
bera. ná ekki út i mardjúpin miklu. en staðnæmast nálægt
landi á tiltölulega grunnum sæ. I efstu lögum sævarins
liíir urmull af smádýrum og smájurtum hinna lægstu iiokka
innan um lirfur stærri sædýra, hrogn ýmsra fiska o. ti.
Allar þessar lifsagnir (plankton) hafa mikla þýðingu i
bú-skap náttúrunnar. fyrir lif fiska, fiskigöngur og á margan
annan hátt. Fiestar þessar lifsagnir eru útbúnar með
ör-smáum skeljum eða kuðungum, sem sökkva til botns þegar
lifsveran hverfur. Mikill hluti af botnieðju úthafanna er
þvi samsettur af skeljum hinna lægstu dýra og jurta, þær
eru flestar svo litlar, að eigi er hægt að greina hinar
ein-stöku nema i sjónauka, en mergðiti er svo ógurlega mikil,
að þær mynda þykk jarðlög og hafa tekið mikinn þátt í
myndun jarðarskorpunnar. Botnleðja sii, sem næst er
lönd-unum, er að miklu leyti upprunnin frá sundurskiftum
berg-tegundum, sem verða að rauðum, bláum og grænum
ieir-tegundum. l^essi landleðja (terrigene sedimente) tekur yfir
22°/o af öllum sævarbotni á jörðunni. A dýpra sæ eru
smá-skeljar úr kalki og kísil aðalefni botnleðjunnar.
Kalkskelj-arnar eru annaðhvort holótt kalkhús af teygjudýrum
(fora-minifera), einkum af kyni því, er heitir globigerina eða þá
sumstaðar skeljar af vængjasniglum (pteropoda), þessi
kalk-leðja tekur yfir 34l}/«» af mararbotni. Þá eru kisilskeljar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0029.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free