- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
18

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

18

Sjórinn kringum íslancl.

strönd Grænlands. Hinir stærri steinar, sem sumstaðar eru
á við og dreif um sævarbotninn nærri Islandi, eru lika af
grænlenzkum uppruna, bornir með isum, stöku steinar innan
um eru þó komnir frá Islandi. Oft er utan á steinunum
þunn skán af mangani og járni.

Smádýraleifarnar ibotnleðjunni kringum Island eru flestar
af teygjudýrum (foraminifera) og er lang mest af kyninu
»globi-gerina«, þó aðrar tegundir allmargar séu innan um og
sam-an við. Leifar stærri skelja og kuðunga eru fremur
fá-gætar í djúpum sjó, en þeim fjölgar er nær dregur landi;
kísilskeljar af grinddýrum og þaraögnum eru sjaldgæfar, en
nálar kisilsvampa algengari; yfirleitt fjölgar þó kisilögnum

4. mynd. Kalksnúðar (kokkólítar og kokkósphærur). 1000

sinnum stækkaðir.

er fjær dregur landi. í botnleðjunni er viða urmull af
ein-kennilegum, örsmáum, flatvöxnum kalksnúðum (kokkolitar og
kokkósphærur), sem menn ekki vita með vissu hvað er, sumir
halda, að þeir séu myndaðir við samdrátt óorganiskra efna,
án þess nokkur lifsvera hafi verið við þá bundin, aðrir ætla.
að þeir séu lifsverur á lægsta stigi.1) I kalk- og
kritar-myndunum eldri jarðlaga er lika liinn mesti urmull af
þess-um kalksnúðum.

’) Meðal vísindamanna hefir verið mikill ágreiningur um þessar
kalkagnir, Huxley rannsakaði þær 1868 fyrstur og hélt þær stæðu í
nánu sambandi við lífkvoðukekki á mararbotni, er hann kallaði
djúp-líf (Bathybius); en Hiickel ætlaði síðar að ])essir lífkvoðukekkir væri
frumskapnaður og grundvöllur alls lífs; nú eru menn þó horfnir frá
þeirri skoðun.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free