- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
19

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Salt í sjónum.

19

2. Eðli sjóar.

Saltið í sjónum. Sjórinn er, eins og allir vita, saltur
og ódrekkancli, saltbragðið er þó eigi hreint, en með
bitr-um afkeimi eða væmið. af þvi smáskamtar af allskonar
bitr-um efnum og sundurleystum dyra- og jurtaleifum eru
bland-aðir saman við. Menn hafa i sjó fundið örlitið af nærri
helmingi allra frumefna sem til eru. Langmest er þó af
matarsalti (klórnatrium) í sjónum, af öðrum söltum er
að-eins litill vottur.1) I úthöfum er saltmegni sævar viðast
mjög svipað um alla jörðina. vanalega kringum 31/2°/o, i
innhöfum, sem mörg Hjót renna i, er saltmegnið þó oft
miklu minna á yfirborði,2) einkum i norðlægum innhöfum,
sérstaklega i leysingum á vorin, en á djúpinu er vatnið þar
saltara. Miklir hafisar hafa og áhrif á saltmegni sjóar, þó
fer saltmegnið í Norðurishafi fjarri ströndum aldrei niður
úr 3°/o- Saltmagn sjóar kringum Island er svipað eins og
annarstaðar i Atlantshafi, þó dálítill munur sé fyrir sunnan
og norðan, vestan og austan landið; þá er saltmegnið og
minna á fjörðum og flóum og nærri landi heldur en úti á
rúmsjó vegna ánna og leysingarvatnsins, sem i sjó rennur.
Ut af Faxafióa er saltmegnið vanalega um 3,5 °/o og litið
þar yfir, en inn á Faxaflóa dálitið minna, 3,46 °/o, og við
Reykjavik 3,4°/o-3) Uppi undir Suður- og Suðausturlandi er
saltmegnið á yfirborði kringum 3.52 °/o, en nokkru dypra
3,5ó°/o, fast við ströndu er saltmegnið vegna fljótanna þó
eigi meira en 2,6—3,4°/o. Næst ströndu getur ferska vatnið úr
ánum all-lengi haldist óblandað ofan á. Sumstaðar eru vatns-

!) Hin helztu sölt í sjó auk matarsalts eru: klúrmagnesium,
l)itter-salt (magnesiumsulfat), gips (kalciumsulfat), klórkalíum,
brommagnesí-um o. m. li. Um efnin í sjónum hafa helzt ritað: G. Forchhammer:
Om Sövanclets Bestanddele og deres Fordeling i Havet. Kbhvn. 1859
4". Un the composition of sea water (Philos. Transactious. London
1865. Vol. 155, bls. 203—262). Justus Roth: Allgemeine und
chem-ische Geologie. Berlin 1879, l, bls. 490-531.

-) 1 Svartahaii er saltmegni á yfirborði 1,5 til l,7°/0, í Eystrasalti
l,7°/0 til 0,2°/0 og jafnvel minna.

3) H. Tornöe.

2*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0033.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free