- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
21

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lofttegundir í sjó.

21

landnámsmenn þegar kunnað aðferðina, er þeir komu frá
Noregi. Saltgjörð mun, einsog mörg önnur manndáð, liafa
lagst niður seinast á 15. öld, og það sézt á ýmsum ritum,
að Islendingar eftir það i tvær aldir átu ílestan mat
salt-lausan. Saltsuða hefir eigi verið tekin upp siðan á þann
hátt sem fyrr var og aldrei til verulegs gagns. A 18. öld
var þó reynt að nota hveri til saltsuðu, og var hin helzta

r

tilraun gerð á Reykjanesi við Isafjarðardjúp, þar var höfð
saltbrensla á hverum á árunum 1773—1796 og borgaði sig
ekki.1)

Lofttegundir eru alstaðar blandaðar saman við
sjó-inn, einkum andrúmsloft og kolsýra. Inntak sævarins af
lofti stendur i nánu sambandi við hitann og þvi kaldari
sem sjórinn er, þvi meir drekkur hann í sig af lofti;
loft-inntak sævarins er þvi yfirleitt mest á botni, þvi þar er
kaldast. Loftið i sjónum er þó annað að efnaskiftingu en
andrúmsloftið, þar er tiltölulega miklu meira af súrefni
eink-um á yfirborði, en það minkar er neðar dregur í sjóinn, þó
eigi alveg reglulega.2) Petta hefir hina mestu þýðingu fyrir
alt dýralif i sjónum; súrefnið er meira i kaldari höfum en
hinum heitari og fiskigrúinn i Norðurhafi kringum Island
hefir að þvi leyti ágæt lifsskilyrði.

Litur sjóarins getur af ýmsum ástæðum verið nokkuð
mismunandi, vanalega er sjórinn blár eða grænn eða með
einhverjum litblæ þar á milli. A grunnum sæ hefir botninn
dálitil áhrif á litinn og eins má sjá, að útlit sjóar breytist
nokkuð með veðri og skýjafari, þannig að sævarliturinn
gránar eða verður óhreinni. Blágrænan mun mega kalla
aðallit sjóarins, en grænn blær eða grágrænn er almennur

’) f. Th. Ferðasaga frá Vestfjörðum (Andvari XIV. 1888, bls. 69
-73).

-) Hlutfallið milli jsúrefuis og köfnunarefnis í andrúmsloftinu er
21:79, í yfirborði sævar er hlutfallið nálægt 34:66. H. Tornöe fann
f^-rir sunnan 70° n. br. meðal-súrefnis-innihald loftsins í sjónum 34,^"/q
og norðar, á 70—80° n. br. 3ð,64°/0, mest 36,7°/0, minst 31 ,,°/0;. meðaltal
33„°/0. Nánar um loftið í sjónum nærri Islandi, má lesa i ritum M.
Knudsens og H. Tornöes 1. c.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0035.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free