- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
22

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

22

f , r

Sjórinn knngum Island.

í norðurhöfum kringum ísland, þó sjórinn oft líka sé blár
eða blágrænn eða þá grænn með bláleitari rákum.
Sjóar-liturinn hefir eigi verið vísindalega rannsakaður við Island.
en á skipaleið frá Skotlandi til Grænlands, skamt fyrir
sunn-an Island (á 59° n. br.), hefir liturinn verið athugaður1) og
er hann nokkuð breytilegur bæði eftir árstima og árferði.
Eftir þessum athugunum sýnist það vera reglan, að sjór
sé blárri á vetrarmánuðum, en grænleitari á sumrum, græni
liturinn færist yfir hafið með hitanum. Sumir hafa haldið
að heitara vatnið, er að sunnan kemur með Golfstraumi,
væri blárra, en kaldara vatnið að norðan grænna, en þessar
athuganir styðja eigi þá skoðun. I græna vatninu sýnist
vera meira af örsmáum jurtum (diatomeum) og
smádýra-ögn-um og halda sumir, að græni liturinn standi í sambandi
við það, að hafið grænki á sumrum einsog landið af
æxlun og þróun lifsins við yl sólarinnar. Þetta er
þó enn svo litið rannsakað, að menn vita ekki fulla
vissu á orsökum til litbreytinga i úthöfum, og skoðanir
manna eru i því efni mjög á reiki. Stundum fær sjórinn
annan lit á blettum eða á stóru svæði, getur orðið rauður,
hágrænn eða gulur, og er orsökin til þess nærri altaf smádýr
og jurtir, sem af einhverjumástæðum hafa timgast stórkostlega
og gefa sjónum lit sinn sakir mergðarinnar, þó hver
einstakl-ingur sé svo litill, að hann sjáist ekki með berum augum heldur
aðeins i sjónauka. Blóðsjór hefir oft sézt við Island, en það
hefir sjaldan verið fært i letur nema á 17. öld, þegar menn
töldu slikt fyrirboða merkilegra viðburða. Blóðlitur þessi hefir
eflaust komið af fjölgun smádýra eða jurta i sjónum. Eg
set hér til dæmis og athugunar frásögn annála um tvo slika
atburði, en þess er miklu oftar getið: 1649 »um haustið
sást á sjó vestra blóð mikið nærri viku sjáfar, svo að skip
og árar lituðust af því«.2) 1712. »Fyrir Reykjaströnd við

K. J. V. Steenstrup: Overlladevandets Varmegrad,
Salt-mængde og Farve i Atlanterhavet paa c. 59° n. Br. (Vid. Meddel. fra
Naturh. Foren. 1877-78, bls. 209-21).

2) Fitjaannáll.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0036.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free