- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
28

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

28

Sjórinn kringum ísland.

i

bylgjuhæð, sem eg veit til að mælcl heíir verið við Island,
er 25 fet,1) en svo háar bylgjur eru sjaldgæfar, bylgjuhæð
i úthöfum er vanalega ekki meir en 5—8 fet; lengd hverrar
bylgju er tiltölulega miklu meiri og stormöldur úthafanna
eru oft mjög langar. Að meðaltali segja menn, að
bylgj-urnar séu 33 sinnum lengri en hæðin, en i kröppum sjó er
lilutfallið þó stundum ekki nema 1:25. Bylgjuflýtirinn er
oft mjög mikill, meðalhraða telja menn 35—40 fet á sekúndu
eða 5—6 mílur á klukkustundu og er það hraðari ferð en
meðalhraði vinda; það ber þvi oft við, að bylgjurnar eru
fijótari en stormurinn og breiðast út á allar hliðar frá
mið-depli hans, svo ósjór getur verið orðinn mikill, áður en
sjálft rokið kemur. Bylgjur sjóar, sem ekki eru bein
af-leiðing af þeim vindi, sem er á staðnum, en eru myndaðar
á öðrum tima og annarstaðar og stundum ganga mót vindi,
eru kallaðar undiralda, ylgja eða kvika. Undiröldur
(Dönning, Diinung, swell) eru nærri alstaðar á rúmsjó
ein-hverstaðar aðkomnar, þær eru breiðar og kollóttar og eigi
eins krappar og hvasshryggjaðar einsog vindöldur eða
rok-sjór. Staðvindar hafa mikil áhrif á undiröldu úthafanna.
Stundum koma öldur úr ýmsum áttum, þegar vindstefnurnar
eru ýmislegar á hafinu, þar við bætast mismunandi stefnur
falls og strauma; bylgjurnar skerast þá og mætast, verða
hvassar og upptyftar og stundum myndast hættulegir
brot-sjóir og holskeflur. Eitthvað þesskonar i stórum stýl hefir það
verið, sem fornmenn kölluðu hafgerðingar, þvi ekki er
það sennilegt, að þær hafi myndast af jarðskjálftum, einsog
sumir hafa haldið.

Par sem öldurnar með töluverðum hraða skella á ströndu
og brotna er hreyfingin kölluð brim. Pegar bylgjan rennur
upp hallandi flöt, þar sem sjórinn grynkar að flatri ströndu,
verður mótstaðan meiri við botninn, og efri hluti
bylgjunn-ar, sem fljótar fer, brotnar i fjöru og veltur yfir sjálfan sig,
dregst svo aftur til baka og við útsogið heyrist urgandi

’) Mælt íýrir austan ísland á hinu norska rannsóknarskipi
»Vör-ingen«.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0042.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free