- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
29

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Brim.

29

og skrjáfandi hljómur af mölinni, er sjórinn dregur með

ser. Þar sem sendnar strendur með grunnum sjó fyrir utan

vita út að stóru hafi, er brimið vanalega hrikalegt, svo er

t. d. á suðurströndu Islands, austan frá Lóni vestur á

Reykjanes, þar eru hafnleysur alla leið og lendingar illar

sakir brima; þeir sem þar róa verða að hafa stór skip og

marga háseta, til þess óhultir að geta komist gegnum brim-

garðana, enda var land hér seint numið til forna sakir hafn-

leysis og brima. Brimið ber grjót upp að ströndu og tekur

við þvi sem árnar færa, byggir upp malarkamba og stíflar

ósa, en árnar rifa sig aftur fram, þegar brimið verður væg-

ara Par sem öldurnar brotna á klettum er kraftur þeirra

mjög mikill og froðan þeytist um sprungur og gjár hátt i

loft upp, einkum er afl sævarins mikið þar sem klettastrend-

ur snúa mót rúmsjó og alstaðar sjást þar brimnúin björg á

forvöðum, er sýna hve stórar þær steinvölur eru, sem sjór-

inn getur leikið sér að; þessi björg brúkar brimið einsog

sleggjur á hamrana, þegar rok er. Pegar mikil kvika e’r og

stormur, brýtur oft á skerjum og flúðum neðansævar, sem

annars ekki sjást þó lágsjáað sé, þetta kalla menn blind-

sker eða boða og gefa þeim lika önnur nöfn eftir útliti og

ástæðum t. d. flesjar og flúðir, flögur, brekar o. s. frv. Kraft-

ur og hæð bylgjunnar vex eftir þvi sem hvassviðrin verka

lengur á hana, og þegar mikill sjór með hvassviðri fer i

sömu stefnu sem flóðbylgjan, þegar stórstreymt er, getur

sjórinn gengið langt á land og gert hinn mesta usla. Pað

kemurnærriárlegaf^-rir álslandi i haustbrimum,aðsjórgengur

á land á stærra eða minna svæði, mölvar báta og skemmir

hjalla og veiðarfæri og ber stundum sand og möl á tún og

engjar nálægra bæja. Sum stórstraumsflóð hafa gert
afar-i

mikinn skaða á Islandi, en einna stórkostlegast og
minni-stæðast var þó Bátsendaflóð1) nóttina milli 8. og 9. janúar
1798, það gerði ógurlegan skaða á allri suðvesturströnd
Is-lands, braut fjölda af húsum og bátum. drap kvikfénað

’) Minnisverð tíðindi II, bls. 114—116. Andvari 29. árg. 1904, bls.
33-35.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0043.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free