- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
30

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

30

Sjórinn kringum ísland. Grunnsævi.

mikinn og skemdi víða tún og engjar; fólk varð viða að
iiýja úr sjóplássum til þess að forða lifi sinu. A
Seltjarnar-nesi sté sjórinn 5 álnum hærra en vanalegt stórstraumsflóð
og brauzt þvers yfir nesið hjá Lambastöðum. i Staðarsveit
gekk sjórinn viða 6 — 800 faðma upp fyrir vanaleg
stórstraums-takmörk og lengst 1500 faðma. Kaupstaðinn Bátsenda tók
alveg af og verzlunarhús á Eyrarbakka og Búðum eyddust
flest. fá má ennfremur nefna sem dæmi flóð það hið mikla,
er kom 1653 sunnan á Islandi og kallað er »Háeyrarftóð«.
Annálar segja frá því á þenna hátt. »Attadagur var á
laugar-clag, en morguninn eftir var mikið veður á sunnan og
út-sunnan með ógurlegum sjávargangi alstaðar fyrir austan
Reykjanes, svo tún spiltust en skip brotnuðu viða, mest á
Eyrarbakka, i Grindavík og Selvogi; á Eyrarbakka spilti
flóðiö bæði húsum og fé, þar druknuðu inni kýr og hestar
og sumt úti, og alt spiltist i húsunum. Menn flýðu upp á
hóla og hæðir, meðan sævargangurinn var mestur, en sjúkur
maður, sem ei mátti brottu komast, drukknaði i
Einars-liöfn. Timburhús danskt tók upp og flaut upp á
Breiðu-mýri; skaði varð mikill á Hrauni og Háeyri, þar tók upp
skemmu með öllu er í var og bar upp í tjarnir, kistur og
annað flaut langt upp i Flóa, en mörg verzlunarhús
skemd-ust og brotnuðu og flutu trén alt upp að Flóagafli; i fjósi
á Hrauni drápust nokkrar kýr og hestur, sjór féll þar inn i
bæ allan og héldu sér þar sumir menn uppi á húsabitum,
en sumir voru á þekjum uppi; misti Katrín, ekkja sú er þar
bjó, til 80 hundraða i því flóði.®1) Mörg önnur stórflóð
mætti nefna, ef þörf gerðist.

Flóð og- fjara verður að völdum tungls og sólar sem
kunnugt er, en hin reglulega hreyfing hafsins i útfalli og
aðfalli tekur af ýmsum orsökum allmiklum breytingum,
lega landa. straumur og vindar hafa töluverð áhrif á stefnu

M Annáll Gunnlaugs f orsteinssonar Hdrs. J. S. 137. 4°.
Fitja-amiáll Hdrs. J. S. 238 4". Árb. Esp. VI. bls. 147. Vatnsfjarðarannáll
eldri (Hdrs. J. S. 238. 4°). Br. Jónsson í Árbók fornleiíáfélagsins 1905
bls 14—16.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0044.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free