- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
33

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Úthafsstraumar.

33

mældur, en þar eru líka margir straumar með ýmsum
nöfn-um Yið Papey og eyja- og skerjahópana suður af
Beru-firði eru og harðir straumar og óregluleg sævarföll og með
stórstreymi getur straumhraðinn orðið fram undir l3/4 milu
á klukkustundu.

Hæðamunur sævarins um flóð og fjöru er mestur
suð-vestan á Islandi en minkar norður og austur. I stórstreymi
er hæðamunur við Reykjavik um 14 fet, 10—11 fet á
Vest-fjörðum, 5—51/* fet á Norðurlandi, 5 fet á Austfjörðum og
7 fet á Vestmannaeyjum.1)

4. Úthafsstraumar.

Hin fyrsta orsök úthafsstraumanna er mismunandi
upp-hitun á yfirborði hafsins af völdum sólar. Þar sem sólin
hefir mest vald undir miðjarðarlinu og milli hvarfbauga
verður yfirborð sævar heitast, en kaldast nærri
heimsskaut-um. Af þessu leiðir eðlilega, að heitara vatnið leitar suður
og norður til heimsskauta, en kalda vatnið frá heimsskautum
til miðjarðarlinu. Ef jörðin stæði kyrr og snerist eigi um
möndul sinn og væri öll þakin vatni, þá mundi misjafn hiti
gera það að verkum, að hafstraumar rynni eftir mjög
ein-földu lögmáli og tilbreytingarlaust, frá suðri til norðurs og
frá norðri til suðurs: frá báðum heimsskautum til
jafndægra-hrings kaldir straumar, frá miðjarðarbaug til heimsskautanna
heitir straumar. Margt er þessu til fyrirstöðu, en hin mesta
hindrun er þó snúningur jarðarinnar, þvi hann breytir
straumunum. Allir hlutir, sem eru á sama breiddarstigi.
suúast með jöfnum hraða um jarðmöndulinn, en
snúnings-braðinn verður þvi meiri sem nær dregur miðjarðarbaug.
þvi minni sem meira nálgast heimsskautin. Snúningshraði
jarðarinnar hefir nú áhrif á straumana þannig, að straumar
frá miðjarðarlinu dragast meir og meir austur þvi nær sem
dregur heimsskautunum, en það sem frá heimsskautunum

’) Töflur um háflæöi við Reykjavík og flóðtíma víðar á Íslandi
eru síðan 1904 prentaðar í Almanakinu.

3

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free