- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
36

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

36

r

Sjórinn kringum Island.

Európuströndum er svo vítt og fyrirferðarmikið, að það
getur ekki alt hafa komið úr Karaibahafi með
Florida-straumi. Menn vita nú, að sævarhreyfing breið og mikil
gengur út frá miðjarðarstraumi fyrir austan Antillaeyjar
knúin fram af staðvindum og beygir norður og austur
jafn-hliða Floridastraumi, en menn hafa ekki áður veitt þessu
straumfalli eftirtekt. af þvi það var miklu linara en hin
mikla röst úr þrengslunum við Florida, þó það sé miklu
meira i sjálfu sér. Pessi feikn af heitu vatni
samein-ast leyfum Floridastraums og fylla alt haf milli Islands
og Noregs, ná upp til Spitzbergen og lengra austur. Alt
þetta mikla straumfall af heitu vatni er nú kallað
Golf-straumur i víðri merkingu, þó minst af þvi vatni, sem velgir
Norðurhöf, sé komið úr Karaibaflóa. Fyrir norðan
Azor-eyjar, hérumbil á 30° v. 1., þenur þessi mikla vatnsfylling
sig út til ýmsra hliða og straumstefnan gengur i ýmsar áttir
Allmikið af hinu syðsta straumfalli snýr aftur niður með
Afrikuströnd og sameinast aftur miðjarðarstraumi og
mynd-ast þannig geysimikil straumhvirfing, sem tekur yfir hafið
þvert. Sumt vatnið rennur til vesturstranda Európu, en
aðalfallið gengur upp milli Skotlands og Islands norður í höf;
af þessari aðalgrein gengur álma upp að suðurströnd Islands
og svo norður með Vesturlandi, en vestasta kvislin rennur
miklu vestar norður til Grænlands, fram hjá Hvarfi og upp
Davissund; vesturströnd Grænlands verður þvi heitari en við
mætti búast. Alt hið mikla heita vatn, sem að sunnan
rennur, hefir svo mikil áhrif á vesturströndu Európu að
undrum sætir og sérstaklega er loftslag á vesturströndu
Noregs miklu heitara en annars mundi til standa; firðir
frjósa þar aldrei og það ekki norður i Ishafi, langt fyrir
norðan Island, korn þroskast á 70° n. br. o. s. frv.

Aðalhluti Golfstraumsins eða hitamiðja hans rennur
fyrir sunnan Island og fyllir svo að segja alt hafið milli
þess og Færeyja. Fyrir austan Island mætir hann kvisl af
Pólstraumnum, sem kemur þar norðan að mjög öflugur. í
sjónum milli Islands og Færeyja eru misheitar rákir, sem
koma af samblandi norðan- og sunnanstrauma, þvi Golf-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0050.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free