- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
38

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

38

Golfstraumur. 38

straunmrinn á fult i fangi með Pólstrauminn fyrir austan
ísland. Þessar rákir eru eigi ávait á sama stað, en breytast
með árstimum og færast úr stað, ýmist austur eða vestur á
við, eftir þvi sem hafisar og ef til vill vindar verka á þær.
Par sem straumarnir mætast suðaustur af Islandi, skiftist
Golfstraumurinn i tvent, fer syðri áiman austur að Noregi.
en hin nyrðri og breiðari greinin beygist upp að Islandi
fyrir austan Ingólfshöfða og rennur svo vestur með landi;
hið voiga straumfall gengur upp að Suðurlandi og hitar
sjóinn þar svo mjög, aö hann verður nærri eins heitur
einsog við Skotland. Af þessu leiðir, að loftsiag er mjög
milt sunnan á íslandi, þó tiltölulega miidast á vetrum.
Meðalhiti sumars er i Vestmannaeyjum + 10°,2 og
vetrarhit-inn 4- á Berufirði hefir Pólstraumurinn aftur meira
vaid. svo þar er sumarhitinn + 8°, en vetrarhitinn -f- l°,i.
Takmörk straumanna og hiti eru breytileg eftir árstimum,
et’tir hafisreki og ýmsum öðrum ástæðum, af þessu ieiðir
aftur mismunandi árferði á sjó og landi.

Vestan við Island gengur hin heita sævarhreyfing tii
norðurs og er samfara flóðbylgjunni sem fyrr var sagt.
Vestan og norðan við Vestfirði mætir heita faliið.
Pól-straumnum og klofnar þar, fer annar armurinn vestur undir
Grænland, en hinn, sem er kallaður Irmingerstraumur.
fer austur fyrir Hornbjarg og svo austur með öllu
Norður-landi ait austur fyrir Langanes, en þar minkar afl straumsins
og hann sameinast þeirri grein af Pólstraumnum, sem fer
austur fyrir og suður með Austurlandi. I Grænlandshafi,
fyrir norðan Island, er stöðug barátta milli hins kalda og
heita straums, og veitir ýmsum betur og fer það töluvert
eftir árstímum hvert fallið er sterkara. Þessi heiti straumur
heldur hafisnum frá vesturströndu Islands og is verður þvi
nær aldrei iandfastur milli Horns og Látrabjargs, en suður
fyrir Bjargtanga hefir þvinær aldrei komist jaki. ísiand
sjálft með sunnanstraumum þeim, er að þvi liggja, er ishlif
Norðurálfunnar, ef það væri eigi, mundu hafísar oft rekast
niður að ströndum Európu og sjórinn og veðráttan mundu
verða töluvert kaldari suður á bóginn. Annars eru hin

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0052.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free