- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
43

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lausnarsteúiax-.

43

þessar koma flestar frá Vestindíum og eru ávextir af
ýms-um svefnjurtum (niimosœ), hafa menn kallað þær hér á landi
lausnarsteina og haft mikla trú á.1) Hinar algengustu eru
dumbrauðir lausnarsteinar, stundum mjög dökkir.
hjartamynd-aðir (Entacla Gigalobium) og eru þær hnetur stundum svo
stórar, að úr þeim hafa verið smiðaðir smábaukarj; þá eru
aðrar baunir flatar og nærri kringlóttar, miklu minni, lika
dumbrauðar með svartri rák á röndinni, sem ekki nær alveg
saman að ofan og ljósari rákum beggja megin jafnhliða
(Mucuna nrens), og steingráar baunir með litlum, mórauðum
bletti á öðrum enda, óreglulega hnöttóttar (Guilandina
Bon-ducella). Þessar þrjár hnotategundir eru lang algengastar;
stöku sinnum reka kókoshnetur.

Pólstraumurinn mikli, sem rennur fyrir norðan ísland,
kemur langt norðan úr Ishafl og heflr upptök sin
einhvers-staðar f^^rir norðan Síberiu. fað vita menn nú með vissu.
að kalt straumfall gengur þaðan yfir heimsskautshafið fyrir
norðan Franz Jóseps land og Spitzbergen og svo niður með
Grænlandi. Hinn 12. júni 1881 sökk *Jeanette«.
rannsókna-skip frá Ameriku, i isi fyrir norðan eyjar þær, sem kallaðar
eru Nýja Síbería (á 77° 15’ n. br.); þrem árum seinna rak
ýmislegt dót af þvi skipi á ísjaka til Julianehaab.
sunnar-lega á vesturströnd Grænlands. Svipaðau veg, nokkru
sunnar um heimsskautshafið rákust þeir F.NansenogSverdrup
á skipinu »Fram« 1893—1896.2) Niður með austurströnd
Grænlands kemur Pólstraumurinn ákaflega breiður og gengur
megin hans niður milli Grænlands og Jan Mayn beint suður,
en þá verður Island fyrir og stöðvar strauminn, svo mikið
af hinu kalda sævarfalli beygir norðan við landið austur fyrir
Langanes og sameinar sig þeim hluta Pólstraumsins. sem
gengur fyrir austan Jan Mayn til suðurs fyrir utan
Aust-firði og kemst niður undir Færeyjar. Yestasta kvislin, hin

’) Jón Árvason: Islenzkar Pjóðsögur I, bls. 649.

-) Hinn 7. júni 1905 rak á Melrakkasléttu, íjórðung ár mílu fyrir
austan Rauðagnúp, áma, sem 13. september 1899 batði viljandi verii^
látin á isflaka norðvestur af Point Barrow á Alaska (71° 53’ n. br.;
164° 50’ v. 1.). (Geographical journal London Vol. 26. 1905 bls. 676).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0057.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free