- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
44

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

44

Sjórinn kringum íslancl.

harðasta og strangasta, heldur áfram renslinu niður með
austurströnd Grænlands. gegnum Danmerkursund og mætir
þar Irmingerstraumi, sem fyrr var frá sagt. Það er mælt,
að oftast sé litur straumanna mismunandi, Pólstraumurinn
grænni, Golfstraumurinn blárri; stundum eru kaflar af
Pól-straumnum gulgrænir eða móleitir og stafa litirnir efiaust
af ýmsum tegundum lifagna. Pólstraumurinn ber með sér
ógrynni hafisa og á þeim seli, hvitabirni og rostunga, hann
kælir mjög hafið fyrir norðan og austan Island og mundi
gera Grænlandshaf að iskistu, ef Golfstraumur ekki spyrnti
á móti. Pólstraumurinn er miklu kaldari og saltminni en
Golfstraumurinn, hitinn i honum er alstaðar undir 0° og
vanalega um -r- 1°; norðan til i straumnum er iskalt vatn
niður að botni (-f- 1°,5 til -f- 1°,7). Nærri isröndinni er
salt-megnið vanalega um 3.2°/o, það er þó mjög mismunandi
eftir isbræðslunni og hve mikill is i hvert skifti berst með
straumnum, og svo verður Pólstraumurinn saltari, er hann
kemur suður með ströndu Grænlands i náið samband við
hið salta og heita vatn úr hinu suðlæga Atlantshafi. far
sem hafisinn berst frá grunnsævinu við Grænland út á hið
heita Golfstraums-vatn, taka jakarnir brátt að bráðna og
hverfa, sævarvelgjan etur þá sundur að neðan. Breidd og
styrkur Pólstraumsins i Danmerkursundi er mismunandi
eftir árstimum. Menn ætla að Pólstraumurinn um miðjan
vetur (i janúar og febrúar) taki að aukast og útbreiðast, af
þvi þá ganga jafnaðarlega miklir norðangarðar og nær hann
svo mestum vexti á útmánuðum. Hafisrek stendur i nánu
sambandi við eðli Pólstraumsins, en ekkert vita menn þó
með vissu um hinar upprunalegu orsakir isreksins,
sérstak-lega hvernig á þvi stendur, að þar er svo afarmikill munur
á árum; stundum litill eða enginn is, stundum hafþök svo
árum skiftir, og er ekki sýnilegt að á þessu sé nein regla.
tJað hefir nokkrum sinnum borið við. að skip hafa rekið i
is niður með austurströnd Grænlands og vita menn þvi
að hraði Pólstraumsins er i Danmerkursundi töluvert
mis-jafn. á sumrum að meðaltali 8—12 sæmílur á sólarhring,
en framan af vetri varla meira en 6—8 sæmilur;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0058.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free