- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
53

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hafís.

■67

almennari, þó smáir og stórir fjalljakar oft séu innan um.
Hinn stærri borgaris fer mestur út úr Danmerkursuncli. sá
sem ekki er strandaður áður, en þeir fjalljakar, sem liækjast
með Irmingerstraumi upp að Norðurlandi. eru tiltölulega
smærri1)

Auk þeirra lifandi hluta, sem með ísnum berast, en
það eru hvítabirnir, selir, rostungar, refir o. fl. þá berst lika
með isnum grjót og aur og rekaviður, sem fyrr var getið.
I fjalljökunum eru oft fastfrosnir jökulsteinar, laus björg.
möl og sandur og dreifist þetta um sævarbotninn, svo hann
er viða nærri heimsskautslöndum þakinn jökulruðningi og
isnúnu stórgryti og hafa menn viða orðið sliks varir á mar-

r r

arbotni kringum Island. A isflökum berst lika leir og
sandur, sem út á isinn hefir fokið, og þar með };mislegt
annað smálegt og lauslegt. t^annig hafa menn fundið i
leðju á ísjukum við Grænland smájurtir (diatomea), sem
hvergi vaxa annarstaðar en á norðurströnd Siberiu. Pað
er þvi ekki ómögulegt, að fræ ýmsra jurta og smádýr, sem
kulda þola. stundum geti siglt á is milli þessara fjarlægu
landa; isinn getur og borið nýjar og fornar skeljar frá
ströndu og dreift þeim út um mararbotninn. Sumstaðar á
norðurströnd Islands, á Tjörnesi, Sléttu, Langanesi, i
Vopna-firði og viðar hefir fundist grjót i fjörumáli af öðrum
berg-tegundum en til eru á Islandi t. d. granit, gneis, gljáflögur,
talkflögur o. 11. Pessir steinar hafa eflaust borist þangað
með is.

Pegar hafís er mikill. kemur hann upp að öllum yztu
annesjum á Norðurlandi, fyrst vanalega að Hornbjargi. Sléttu,
Langanesi eða Grimsey. Mikill is kemur oft snemma upp að
Ströndum, þvi þar er sundið þröngast, en svo kemst oft
rek á liann austur með landi, flvtur straumurinn hann fjörð
úr lirði austur eftir. Stundum verður isinn landfastur um
tíma, stundum er hann á flökti út og inn firðina og rekst

’) Séð hefi eg þó fjalljaka standa grunu á Hiinatióa á 60 fartina
dýpi og 1828 stóðu tveir jakar grunn norður og vestur af Siglunesi á
sjötugu djúpi (Jslendingur II, bls. 117).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free