- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
57

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Haf’ís.

eyjarþingi. A mörgum bæjum stóð hvorki eftir hross né
sauður og var veturinn kallaður »hestabani«. Byrjuðu með
þessum vetri hin mestu harðincli um land alt með
skepnu-felli og manndauða úr sulti og vesöld, hélzt þetta áfram í
mörg ár, þó árferði batnaði, af því alt var komið i
kalda-kol, og var þá um aldamótin hið mesta volæði yfir Islandi
öllu. Aldrei er þess getið á nokkru öðru ári, að samtímis
hafi rekið svo mikill ís fyrir Heykjanes og Látrabjarg, en
1787 komst þó hafis yfir Látraröst. Fyrir jól 1787 kom
hafis inn á fjörðu í Stranclasýslu, einnig fyrir Aðalvik
og Isafjarðardjúp og a]t suður fyrir Rauðasand. 1790 er
sagt að hafisar hafi legið kringum land alt frá Látrabjargi
að vestan og að Reykjanesi að austan og hinn næsti vetur
var lika hinn mesti ísavetur, 1835 lágu líka ísar frá
Reykja-nesi austan og norðan um til Látrabjargs og svo hefir oftar
verið. Faxaflói og Breiðifjörður eru hinir einu flóar á
land-inu, sem varla þurfa að óttast hafís

Pó til séu margar ísafréttir frá fyrri öldum, þá er þó
fyrst hægt á 19. öld að fá þolanlega góða vitneskju um
is-rek á hverju ári; á fyrri öldum eru of margar og of stórar
gloppur i þekkinguna. I ritgjörð, sem eg skrifaði 18831),
reyndi eg að gera grein fyrir árlegu isreki á 19. öld á
ár-unum 1800—1883 með mynd, sem eg lika set hér til
yfir-lits; þar sést i hverjum mánuðum ísinn hefir legið hér við
land eða flækst á milli fjarða, um leið sýnir myndin áætlun
um megn isfúlgunnar, en það er þó eðlilega varla meira en
ágizkun. A þessu timabili voru 20 ár islaus eða fjórða
hvert ár; mjög skaðleg isár hafa sjaldan komið og 16
sinn-um á þessum tima hefir ís legið fram á túnaslátt eða lengur,
þar af 12 sinnum mikill is. Oftast rekur þó hafís að á miðjum
vetri og hverfur svo burt á útmánuðum, þessvegna segja
menn, að sjaldan sé mein að miðsvetrarís. Komi isinn á
útmánuðum, liggur hann oft lengi, stundum mestalt sumarið.
Þó er það nærri algild regla, að isinn fer um liöfuðdag.

tJ. Th. Den grönlandska drifisen vid Island (Ymer. Stockliolm

1884).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0071.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free