- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
61

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

f

Ahrif sjóar á ströndu.

61

út fyrir eyjar, þá var gengið yfir Hvammsfjörð og af
Akra-nesi til Reykjavikur og á lancl úr Flatey á Breiðafirði; i
marzmánuði var lagisinn á Akureyrarhöfn orðinn þriggja
álna þykkur. Af skýrslum um árferði má sjá að isalög á
sjó eru sjaldgæf, sjaldan frýs nema inst i fjörðum eða sund
milli eyja, þar sem sjórinn er seltuminni, og hafisar liggja
jafnan einhverstaðar við land, þegar svo ber undir.

III. Strendur íslands.

1. Strandleng’jan. Áhrif sjóar á ströndu.

r

Island er mjög vogskorið á þrjá vegu, en þó mest að
vestan. Strandlengjan inn i hvern fjörð og hverja vik er
þvi mjög löng, hérumbil 700 milur, en beint fyrir öll annes
er vegalengdin ekki meiri en 800 milur. Austan frá
Lóns-lieiði vestur á Reykjanes er ströndin bein og fjarðalaus að
heita má og viðast sandar með sjó fram; alstaðar
annar-staðar er ströndin meira og minna vogskorin. Pó er
tölu-verður munur á hæð og útliti strandarinnar og stendur
það i nánu sambandi við jarðmyndun og bergtegundir.
Þar sem blágrýtisfjöll ná út að sjó, ganga viðast firðir inn
i landið, en þar sem móberg er aðalefni fjallanna, eru breiðar
vikur, en engir eiginlegir firðir. Blágrýtisströndin er jafnan
mjög sæbrött, fjöllin risa snarbrött frá sjó einsog svartir
steinveggir hlaðnir af ótal þykkum og þunnum strengjum
og eru sævarmegin á Vestfjörðum og Norðurlandi viðast
1500 til 2000 feta há, en á Austfjörðum 2000—3000 fet.
fau móbergsfjöll, sem ganga að sjó fram, eru miklu lægri,
oftast aðeins nokkur hundruð feta háir liamrar, oft er breið
lausagrjótsræma i fjörunni fyrir neðan þau eða þá hraun,
sem sjórinn brýtur framan af; þar sem brimið skellur beint
á móbergshamra brotna þeir fijótt og eyðast.

Eins og fyrr var getið, liefir brimið mjög mikil áhrif á

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0075.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free