- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
63

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sævarhellrar.

63

nærri ströndu leifar af landi. sem brimið smátt og smátt
hefir brotið, sumstaðar leifar af sokknu landi einsog t. d. á
Bi’eiðafirði. eða þá sunduretinn brimfótur af fjallshlið, sem
sjórinn hefir eytt, er hann gekk á landið.

I bratta kletta myndar brimið oft stóra og smáa hella
i fiæðarmáli, einkum þar sem efni bergsins er mismunandi
að gerð, fram með göngum eða þar sem rifur eru eða mót.
svo sjórinn á hægra með að koma við afli sinu. Hellrarnir
i ströndinni hjá Stapa á Snæfellsnesi eru mjög einkennilegir.
þar hefir sjórinn brotið framan af gömlu blágrýtishrauni og

11. mynd. Sævarhellir hjá Stapa.

eru sævarhamrarnir 15—20 faðma liáir. Brimið hefir brotið
bergið i sundur og blágrýtið hefir tekið á sig allskonar
myndir, þar eru ótal klettasnasir með vogum og gjám á
milli, en margvíslega lagaðir drangar og strípar fyrir utan;
viðast eru bergin samsett af fögru stuðlabergi. Vestast við
túnið á Stapa er vogur, sem heitir Pumpa; hann er mjór
og langur með þverhnyptum klettum á báða vegu og möl i
botni, þar sogast sjórinn út og inn með miklum þyt. Skamt
þar frá eru hinar svo kölluðu gjár, Eystrigjá, Miðgjá
og Músargjá; það eru stórir hellrar framan i bergið með

R. Bright.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0077.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free