- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
71

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lónamyndun.

71

sævarsandi og myndar víða smáa roksandsliúla og þúfur með
sjó fram. Roksandur er víða mikill á Islandi, bæði viö sjó
og uppi i landi og mun hans siðar nánar getið. Jökulvötn
bera með sér miklu meiri árburð en bergvötn, af þvi leiðir
að þær víkur og flóar, sem jökulár renna út i, grynka
miklu tijótar en aðrir firðir og fyllast loks af árburði. Ut
af jökulám eru alstaðar grunnir ósar og lón með
sandrifj-um eða þá sandar og grunnsævi út af; þetta má sjá á
upp-drætti Islands viðsvegar á strandlengjunni. Lónamyndunin
er þó hvergi eins og á Suðurlandi; þar er samanhangandi
röð af grunnum lónum og ósum alla leið austan frá
Ham-arsfirði vestur að Reykjanesskaga. Lónin eru fiestöll grunn.
2—3—10 fet á dýpt, og mætti viða riða þau, ef eigi væri
sandbleyta til fyrirstöðu: þó er dýpið sumstaðar meira i álum
og ósum. Útgrvnni er alstaðar út af söndunum á
Suður-landi, svo viða er ekki hægt að róa eða koma bátum við og
útlend fiskiskip stranda þar oft, ef þau koma of nærri landi.
Hafnir eru þar þvi nær engar sem teljandi sóu, þó menn
baslist við verzlun og skipaferðir á stöku stað þegar vel
viðrar. Helztu skipalegur, sem notaðar eru á þessu svæði,
eru: Papós, Hornafjarðarós, Yik í Mýrdal og Evrarbakki.

Austust af lónum þessum eru Hamarsfjörður og
Alftafjörður, sem mega heita samanhangandi, þó
Mel-rakkanes gangi út á milli þeirra. I þessa firði báða falla ár
með nokkrum jökullit, að minsta kosti stundum, Hamarsá i

/ r

Hamarsfjörð, Geithellnaá og Hofsá i Alftafjörð. Alftafjörður
er allbreiður en grunnur, mjótt sandrif, Starmýrartangi, lokar
firðinum að framan, svo hann likist meira stöðuvatni en
firði og stór svæði liggja þurr um fjöru. Starmýrartangi er
svo mjór, að öldurnar skella yfir hann i ósjó, og brimið
kastar þá stundum rekavið inn fyrir. Yzt á grandanum er
hnúður á móts viö Melrakkanes, þar hefir áður verið e}r
og heitið Hrómundare}7 og norður af henni er mjótt sund
milli tangans og Í Vottáreyja. Us var áður um miðjan
tang-ann, en þar er nú þurt, en sker fyrir utan, heitir þar enn
Ossker og Skipmannahólmi fyrir innan; fjörðurinn hefir
verið meir skipgengur til forna en nú. Jjar eru enn ýms

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0085.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free