- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
72

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

72

Suðurströndin.

örnefni, er benda á Pangbrand prest, Pangbrandsrúf,
Pang-brandsbryggja o. s. frv. Smáeyjar nokkrar eru i firðinum
(Nesbjörg, Skeljateigur, Brimilsnes o. fl.). Norður af
Star-mvrartanga, norður að Búlandsnesi fyrir framan Hamarsfjörð,
er einlægur eyjaklasi; deilast eyjarnar í tvo hópa, Pvottáreyjar
syðst og svo Búlandseyjar. Pvottáreyjar voru áður margar
og smáar, en eru nú altaf að fækka, þær eru flestar orðnar
samfastar af sandroki og eru nær eintómir melvaxnir
rok-sandshólar. Yið Eskildsev austan á Busabót, er mælt, að
áður hafi verið skipalægi og innsigling milli eyjanna fyrir
90—100 árum, en þar er nú þurt land. Norðar (milli
Pvott-áreyja og Búlandseyja) má komast inn i Hamarsfjörð á
smá-skipum milli Kiðhólms og Hóleyjar, en innsiglingin er örðug
sakir straums og skerja; inn á Alftafjörð er ekki hægt að
komast nema á smábátum þ’egar hásjáað er. Búlandseyjar
eru margar, en þeim er lika að fækka, af þvi svo mikinn
smáan ægisand og roksand ber að þeim; þar eru margir
hólmar nú landfastir, sem eigi alls fyrir löngu lágu
kipp-korn frá landi. Pað dregur auðsjáanlega að því, að
eyj-arnar sameinast og mynda sandrif fyrir framan Hamarsfjörð.
Straumur er hér mikill og harður með landi fram og hjálpar
hann til að bera sand að ströndu.

Milli Hvalsness og Vestra-Horns er bugða inn i landið,
sem kölluð er Lónsvik; inn af vikinni hefir myndast
langt sandrif og fyrir innan það eru tveir grunnir firðir,
sem kallaðir eru Lónfjörður og Papafjörður, þeir hafa
einhverntíma i fyrndinni verið miklu stærri og hefir líklega
i fyrstu einn fjörður tekið 3^fir alt láglendi i Lónsveit.
Vatnsmikil jökulá, Jökulsá i Lóni, rennur hór til sævar og
i hana margar smáár úr hliðardölum. Sléttlendið er nærri
eintóm gróðurlaus möl, sem árnar hafa dreift um alt
lág-lendið. Jökulsá kastar sér ýmist austur eða vestur og
flæm-ist út um alt i vatnavöxtum. Fyrir bygðinni liggja þessi
tvö lón, Lónfjörður frá Hvalsnesi að Bæjarós og Papafjörður
að Papós við Brunnhorn. Bæjarós fyllist vanalega af sandi
á vetrum og hefir þá stundum verið mokaður út á vorin,
flæðiengi liggja að firðinum og er heyafli þar mismunandi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0086.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free