- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
73

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hornafjörður.

73

eftir því hvernig hagar til með ósinn. Jökulsá hefir mikil
áhrif á firðina báða, stundum rennur hún beint á Bæjarós
og heldur útrásinni þar opinni, en oftast rennur hún í
Papa-fjörð. Suðvestan við Papafjörð er verzlunarstaðurinn Papós,
en þar er örðug innsigling og slæm liöfn, og straumurinn
i ósnum er mjög harður einkum með útfalli. Lúruveiði er

r

töluverð i Lóni eins og Alftafirði, þá er silungsveiði i
Lón-firði og selveiði. Fram af miðju Lóni liggur eyjan Yigur,
tæpa hálfa viku frá landi.

Pegar kemur vestur á Almannaskarð milli Lóns og
Nesja. er það tignarleg sjón að líta yfir Hornafjörð, fijótin
og vötnin og alla skriðjökulsfossana, sem ganga niður úr
hjarnbreiðum Yatnajokuls niður á sandana, þar má fá
gott yfirlit yfir myndun lóna af jökulám og viðspyrnu
sævarins, alt vestur að Oræfajökli, en Hornafjarðarlónin
eru þó langmest. Hór eru alveg einsog áður tvö
saman-hangandi lón eða firðir, Skarðsf jörður og Hornaf jörður.
Pessi lón eru stærri en þau sem áður hefir verið getið, þvi
hér renna enn meiri vötn til sævar, hin afarbreiðu
Horna-fjarðarfijót falla i Hornafjörð og auk þess Hólmsá og fieiri
ár. Skarðsfjörður og Hornafjörður hafa báðir sameiginlega
útrás gegnum Hornaf j arðarós og frá honum ganga mjóir
álar upp í báða firðina. I ósnum er allmikið dýpi (3—7
faðmar) og harður straumur; breið sandrif skilja lónin frá
sjó. Skarðsfjörður skilst frá Hornafirði af allstórum
eyja-bálk, þar eru Osland og Mikley stærstar, austur af Mikley
er Borgey, há úr sjó, og margar eyjar smærri; á eyjum
þessum eru slægjur, útigangur fyrir fé og varp nokkuð.
Hrisey og Flangey eru helztar eyjar i Hornafirði, en
Skóg-ey er uppi í Fljótum. I Hornafirði er töluverð silungsveiði
og lúruveiði, hvalir elta stundum sili inn um ósinn og
kom-ast þá stundum ekki út aftur, ef fallið er mjög liart á móti
og stranda á grynningum. Hornafjörður er víðast mjög
grunnur og útfiri mikið, en víða má þó með íióði komast
á bátum udp að bæjum. Nú er verzlun við Hornafjörð og
strandferðaskip koma þar við; inn um ósinn má komast á
gufuskipum, en þó er innsiglingin altaf örðug og hættuleg

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0087.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free