- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
74

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

74

Suðurströndin.

sökum straumfallsins (sem stundum fer 8—10 sæmílur á tima),
þá er sandbotninn mjög breytilegur og sker og boðar fyrir
utan.1)

Milli Mýra og Suöursveitar gengur Hestgerðishnúkur
fram að sjó. Fyrir neðan þenna núp er lón, sem heitir
Hest-gerðislón, og fellur i það mikil jökulá, er heitir Kolgrima;
ósinn út úr lóninu heitir Hálsaós og Hálsasker fyrir utan.
A vetrum stiliast Hálsaós stundum og verður þá lónið miklu
stærra og fiæðir langt út á báða bóga Við Hálsaós k\ að
hafa verið útræði mikið á 16. öld og sóttu menn þangað úr
fjarlægum héruðum.2) Fyrir neðan Suðursveit er 2—3 milna
langt en mjótt lón, sem kallað er Breiðabólsstaðar 1 ón
eða Steinaós. i það falla Steinavötn og íieiri ár smærri og
er mjótt rif fyrir utan.

Um Breiðamerkursand falla margar ár tii sævar og eru
þar mörg smálón og uppistöðupollar fyrir ofan
malarkamb-inn. Ur þvi er lónamyndunin á söndunum mjög breytileg,
stöðng sævarlón, einsog austar, sjást varla á svæðinu frá
Jökulsá vestur að Vik, þó eru uppistöðuvötn þar mikil og
mætt.i kaila þau jökulión, þau eru grunn, oft með mörgum
eyrum upp úr, i þeim er oftast skolmórautt jökulvatn og
oft töluverður straumur; jökulárnar eru á sffeldu iði og rás
um sandana og eru nijög miklum breytingum undirorpnar,
í miklum vatnavöxtum og jökulhlaupum myndast
þráfald-lega n);ir ósar og hinir gömlu hverfa um stundarsakir.
Hvergi tlæðir þó vatnið eins óreglulega yfir stór svæði eins
og á Skeiðarársandi, mestallur neðri partur sandsins er
vanalega hálfgert foræði af jökulvatni og leðju;
jökulkvísl-arnar iiæða hér og hvar um sandana, en stöðvast þó viða
af malarkambinum og mynda viðáttumikil en breytileg
uppistöðulón. Fyrir neðan Oræfi og upp af Ingólfshöfða
myndar Skeiðará mikið vatnsfiæmi, það er einn mórauður

’) Nú eru til ágæt kort af Hornafirði, landkort eftir
Landmæl-ingadeild herforingjaráðsins 1903. 106 Lón SV. og sjókort. líka eftir
danska foringja. Sokortarkivet 1901. nr. 195.

2) Andvari XX. 1895, bls. 25.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0088.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free