- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
78

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

78

Flóar, tirtlir og ues.

veriÖ jöklar á ísöldiani, sem firðir eru nú af þessari tegund;
firðirnir eru nátengdir fornum jökulmenjum. Fjarðastrendur
meö þessu lagi ná eigi yfir meira en 12°/o af strandlengju
allra landa á jörðunni. Ir^að sjá allir, að hinir eiginlegu
firðir eru áframhald af dölunum og að öllum líkindum
myndaðir á sama hátt, þar af leiðir líka, að firðirnir hljóta
áður að hafa verið fyrir ofan sævarmál. þvi ekki þekkja
menn neitt afi. sem getur holað út langa og djúpa ála eða
farvegi á mararbotni. Firðirnir standa einsog dalirnir i
nánu sambandi við afrensli og hæðahlutföll landa þeirra,
sem þeir eru tengdir við. Firðir sýna, að strönd hefir sigið
og haf hækkað, þar sem þeir eru, svo sjórinn hefir gengið inn
i dalina. Par við er þó að athuga, að firðirnir mundu, ef
ekkert annað hefði tálmað, hafa orðið grunnir eða hálffyltir
af árburði, ef landið hefði sigið hægt og hægt, þvi þá
hefði leir og leðja, sandur og möl úr ám og lækjum sezt
þar að, meðan dalbotninn var að fyllast af sjó. Þessu er
þó eigi svo varið, meginfjöldi fjarða er mjög djúpur og
stundum hyldýpi i þeim innarlega, þó grunt sé fremra.
fetta hafa menn reynt að skyra fyrir sér á þann hátt, að
jöklar hafi gengið út fjarðardalina á isöldu og fylt þá,
ár-burður gat því eigi safnast i dalbotnana, grjót og möl úr
fjollunum datt ofan á skriðjökulinn og mjakaðist með
hon-um burt, en dalurinn undir isnum hélzt hreinn og fágaður.
Hið mikla dýpi fjarðanna segja menn sé jöklunum að kenna,
þeir hafi grafið sig niður i dalbotninn. þar sem kraftur
þeirra var mestur. sakir halla,- þunga og áþrýstings frá
að-aljöklinum bak við, en i fjarðarmynninu tók sjórinn við,
lyfti undir jökulsporðinn og dró úr krafti hans, þar féll möl
og grjót jtil botns, er jökullinn bráðnaði undan, og svo
mynduðust þvergirðingar og hryggir i fjarðarmynni.
Aðal-afi það, sem skapað hefir dali og firði, er vatnsrenslið, sem
hefir byrjað starf sitt löngu áður en jöklar voru til á
Is-landi, en skriðjöklar á isöldu hafa siðan stækkað og dýpkað
þá. Merki isaldarinnar sjást i öllum fjörðum, klappir i
hliðum og fjöruborði, sker og eyjar, alt er isnúið, þar sem
veður og loft ekki hafa náð til að afmá ísrákirnar. t’að

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0092.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free