- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
80

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

80

Flóar, tirtlir og ues.

irnir dýpri, 1800—3000 fet. Hjá þeim fjörðum, er snúa
op-inu út að hafi, stendur sjóardýptin vanalega i réttu
hlut-falli til stærðar fjarðarins, stærstu firðirnir eru dýpstir, en
svo er eigi hjá aukafjörðum, margir hinna minstu eru mjög
djúpir. Hinir minni aðalfirðir á Vesturlandi eru vanalega
eigi meira en 30 faðma djúpir, en þrír hinir stærstu
(Arnar-fjörður, Isafjarðardjúp,’Jökulfirðir) eru dýpri, 60—80 faðma
mest. A Austfjörðum eru firðirnir yfirleitt dýpri, líklega af
þvi fjöllin eru hærri, þar verða minni firðirnir 40—50 faðma
djúpir, og hinn stærsti, Reyðarfjörður, yfir 100 faðma.
Allir firðirnir eru mjóir i samanburði við lengdina; fyrir
austan eru firðirnir fiestir mjórri en fyrir vestan. Botninn
á sumum islenzkum fjörðum hallast afliðandi út að
megin-hafi. en flestir eru dýpri að innan en utan til; vanalega er
hryggur i fjarðarmynni, en sjaldan er hæðamismunurinn
mikill. oftast 10—30 faðmar. Dýpt fjarðaopanna er nokkuð
breytileg, á Vestfjörðum 16—27 faðmar (að meðaltali 21 f.),

r ’

en mynni Isafjarðardjúps er þó rúmir 50 faðmar á dýpt. A
Austfjörðum er mismunurinn nokkuð meiri 21—53 f ,
meðal-tal 34 f, hér er líka stærsti fjörðurinn (Reyðarfjörður)
und-antekning og langdýpstur, þvi i mynninu er hann i
mið-álnum 75 faðmar. Meðaldýpi allra þessara fjarðamynna, að
meðtöldum tveim hinum dýpstu, verður 33 faðmar.
Auka-firðir eru oft hið innra miklu dýpri en aðalfjörðurinn eða
flóinn, er þeir ganga út i. I þessu efni eru firðirnir i
Barða-strandasýslu einkennilegastir, mest dýpi i þeim er sagt að
sé 90 faðmar, en flóinn fyrir utan er ekki nema 7—8 faðmar.
Hvalfjörður er innarlega 100 f. á dýpt, en mynnið ekki
nema 14—15 f. Eins eru firðir þeir, er skerast suður.úr
Isafjarðardjúpi. dýpri en aðalfjörðurinn fyrir utan mynni
þeirra, Steingrimsfjörður er dýpri en Húnaflói út af
fjarðar-mynninu o. s. frv.

Dýpt íslenzkra fjarða er miklu minni en dýpt norskra
fjarða, þar er 200—300 faðma dýpi alment inni í fjörðum
og i Sognsæ hafa menn jafnvel fundið 660 faðma dýpi, en
sjórinn fyrir utan þessa firði er eigi nema 70 — 100 faðma
djúpur. A Islandi er mesta dýpi i fjörðum rúmir 100 faðmar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0094.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free