- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
81

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Faxaflúi.

81

og sjórinn fyrir utan strendurnar 2—3 milur frá fjarðaropum
er vanalega 60—70 faðmar á dýpt. Firðir á Islandi kvislast
reglulega út frá hálendinu eftir sömu lögnm eins og dalir
og árfarvegir. Þeir eru efiaust i fyrstu myndaðir af
vatns-rensli, þannig munu ár liafa verið farnar að grafa sig niður
snemma á þvi timabili, sem kallað er »pliocene« og verið
farnar að mynda dali, sem smátt og smátt stækkuðu en
dypkuðu siðan af ágangi jökla á isöldu. Sumstaðar á
Vest-fjörðum og að nokkru leyti á Norðurlandi munu sprungur
hafa ráðið hinni fyrstu stefnu vatna og dala, en viða sjást
þess engar menjar að svo hafi verið. Yatn og ís heíir grafið
dalskorurnar gegnum blágrytisfjöllin hægt og hægt á
hundr-uðum alda, án þess innbyrðis staða jarðlaganna hafi nokkuð
raskast; oft sjást t. d. gangar eða brikur, sem taka sig upp
beggja megin við dali og firði, hnifrótt hver á móti
öðr-um, þeir hafa ekkert haggast; slikar berghleinar ganga
jafnvel beint og þvert yfir jafnbreiða firði einsog
Isafjarðar-djúp (Snæfjallabryggja).

Jarðfræðisrannsóknir hafa sýnt, að flóar á Islandi eru
tilorðnir við landsig milli sprungna, þannig að sjór hefir
fallið i lægðirnar. Flóarnir eru ólíkir fjörðunum, vanalega
miklu stærri og breiðari, en tiltölulega grunnir eftir
stærð-inni, botn þeirra hallast afiiðandi til hafs og hvergi er í
þeim meira dýpi að innan en utan til. n ganga stundum
út i þá firðir, sem eru miklu dýpri en aðalfióinn. Að því
er vér bezt vitum, hafa allir lióar á Islandi myndast þar
sem land heíir sokkið; aldur þeirra er nokkuð mismunandi,
en liestir munu hafa myndast einhverntima á hinu »tertiera«
timabili.

Fa.vattoi. Hinir stærstu flóar á Islandi ganga, eins og
kunnugt er, inn i vesturströndu landsins beggja megin við
Snæfellsnes. Faxaflói gengur inn á milli Re^’kjanesskaga
og Snæfellsjökuls og er 9 mílur á lengd og 12 á breidd.
Innsiglingin er mjög fögur í góðu veðri, hið eldbrunna
Reykjanes á hægri hönd, hinn mjallahvíti Snæfellsj()kull
vinstra megin. en beint fyrir rísa úr hafi tignarlegir
fjalla-hnúkar í smáum þyrpingum, sem vatnar á milli í fióamvnn-

6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0095.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free