- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
83

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Faxaíiói.

83

heitir Reykjanes, sakir hvera sem þar eru, og hefir
skag-inn allur tekið nafn af nesi þessu. A Reykjanesi standa
ýmsir móbergshryggir upp úr hraunum og dálitill
þver-brattur höfði, sem heitir Valahnúkur, gengur i sjó fram,
á honum stendur Reykjanesvitinn; ljóshæð vitans er 175 fet
yfir flæðarmáli og ljósið sést 43/4 milu. Yestur af Valahnúk
er drangi upp úr sjó, sem heitir Karl. Vestan á
skaga-endanum er Hafnaberg milli Sandvikur og Hafna, þá
gengur inn frá vestri krókóttur smáfjörður eða vogur, sem
kallaður er Osar. Norðvestan við ósana er Þórshöfn og
Bátsandar (eða Bátsendar), sem á 18. öld var allmikill
verzl-unarstaður en eyddist af sævarflóði. Frá Osum er aðeins
milu vegur yfir nesið þvert í Njarðvik. en fyrir utan gengur
til norðurs allbreiður skagi, sem kallaður er Garðskagi,
vestan á skaga þessum eru mörg smánes og sker, rif og
grynningar fyrir framan, er strandlengja þessi einu nafni
kölluð Suðurnes og eru þar mörg fiskihverfi, en Garður
er nyrðst og svo Leira að austanverðu. Yzt á Garðskaga
er viti 47 feta hár og sést ljósið rúmar 3 milur. Austan
við Garðskaga hverfur allbreið vik inn i landið, milli Skaga
og Keilisness og ganga minni víkur inn úr, Keflavik,
Njarðvik og Vogavik. fyrir utan Keflavik er
Hólms-berg og milli Njarðvikur og Voga Vogastapi (226 fet).
Austan við Keilisnes eru tvær smávikur, Flekkuvik og
Straumsvik og þvi næst tekur við Hafnarf jörður milli

r

Hvaleyrar og Alftaness, þar hefir lengi þótt ágæt höfn
og jafnan verið mikil verzlun og skipaferðir siðan á 15.
öld. Alftanes er mjög vogskorinn tangi, en grynningar
margar og boðar i kring; Skerjafjörður skilur það frá
Seltjarnarnesi. Úr Skerjafirði ganga ýmsir vogar, þar á
meðal Seila, inn i Alftanes upp undir Bessastaði og var
þar fyrrum liöfn. enn fremur Kópavogur og Foss vogur.
13á gengur fram Seltj arn arnes, þar sem Reykjavík stendur,
þar er viti i Gróttu. yzt á nesinu. Norðan við nesið eru
sker, grandar og eyjar og Reykjavikurhöfn fyrir innan
eyj-arnar. Norðaustur af Reykjavik ganga inn smávogar,
Graf-arvogar, Leiruvogar og svo Kollafjörður. Alla leið

6*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0097.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free