- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
86

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

86

Flóar, tirtlir og ues.

eru Hellnar og hinir einkennilegu Lónclrángar, nærri
Malarrifi, og sjást þeir langt að. Hér ganga viðast hraun
i sjó fram og þó brim séu allmikil, hafa þó altaf verið
miklar fiskiveiðar »undir Jökli«, þó lendingar yfirleitt séu
slæmar. Yzt á nesinu má nefna Dritvik og Beruvik, en
Öndverðarnes heitir yzti tanginn á nesinu; milli
Beru-vikur og Ondverðarness eru svartir hraunhamrar, sem heita
Svörtuloft. Norðan við Ondverðarnes, þegar ströndin
aftur fer að beygjast austur, eru dálitlar bugður inn i nesið,
þar er Keflavik, Sandur og Rif.

Sléttlendið upp af Faxaflóa (Mýrar) mun að meðaltali
varla vera meira en 50—100 fet á hæð yfir fjöruborð, það
er viðast þakið miklum mýraflákum, en blágrýtisholt og ásar
standa viða upp úr jarðvegi. svo þar mundi vera mikill
eyja- og skerjaklasi, ef sjór gengi yfir sléttuna. A fyrri
timum, á isöldinni sem svo er kölluð, var Mýraláglendið i
kafi og sjórinn náði upp i Stafholtstungur og Hvitársiðu,
þetta sést á fornum skeljaleifum, sem sumstaðar finnast á
láglendinu í leirbökkum. Láglendi þetta takmarkast af
fjallahring 600—1600 feta háum, en upp þaðan ganga
margir dalir og eru allir myndaðir af árgreftri. Pað hafa
fundist rök fyrir þvi, að landspildan undir Faxaflóa og
láglendinu hefir sokkið, og má finna ennþá sumstaðar
brotsprungurnar á takmörkum fjalla og láglendis, þar hafa
viða gubbast hraun upp um sprungurnar og myndast
eld-gígaraðir og mundu þær, ef þær væru sameinaðar, mynda
liálfhring kringum flóann, þá er urmull af hverum og
laug-um og kemur heita vatnið lika um sprungur, sem ganga
þvert á dalstefnurnar. Hve mikið landspildan hefir sigið,
sést bezt á surtarbrandslögum milli blágrýtislaga, við
Staf-holtstungur liggur surtarbrandur 8—900 fetum lægra á
lág-lendi heldur en á hálendinu, af því lagið hefir kubbast
sundur, er láglendisspildan seig. Af þessum
ogýmsumöðr-um rökum virðist það vera sennilegt, að Faxaflói og
lág-lendið upp af honum hafi myndast við sig jarðarskorpunnar,
þannig að landspildan hefir brotnað frá fjöllunum, sem bak
við liggja. Smáir jarðskjálftakippir eru enn tiðir kringum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0100.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free