- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
87

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Breiðiíjörður.

87

Faxaflóa. einkum sunnan til, og bera þeir vott um, að enn
eru eigi allar hreyfingar gersamlega hættar á þessum
brot-flötum.

Breiöifjörður er tiu milur á breidd milli Snæfellsness
og Bjargtanga, en 18 á lengd inn i Gilsfjarðarbotn. Fremri
hlutinn. sem liggur fvrir utan eyjaklasana er miklu dvpri
og aðeins 10 milur á lengd. Breiðifjörður er mjög likur
Faxafióa og láglendi því, sem honum fylgir, en hér hefir
landspildan sigið enn meira. svo að hið innra láglendi er
hulið sjó, og ásar og holt eru orðin að eyjum. Utan til er
Breiðifjörður 30—40 faðma djúpur, en misdýpi er þar
tölu-vert og 1milu norður af Snæfellsnesi er mjög djúpur áll
(100—150 faðmar), sem heitir Kolluáll, hann gengur inn
undir Höskuldsey og eru hliðar hans 70—80 faðma háar
og snarbrattar. Ut af Breiðafirði víkkar Kolluáll og likist
neðansævarfirði. Inn af Breiðafirði ganga tveir stórir firðir.
Hvammsfjörður og Gilsfjörður og skilur fjöllótt nes þá hvorn
frá öðrum og heitir fremsti núpurinn Klofningur. Suðureyjar
loka Hvammsfirði og margar e^’jar eru líka fyrir opi
Gils-fjarðar. Hvammsfjörður er alldjúpur innra en Gilsfjörður
grunnur. Surtarbrandslög milli blágrýtislaga, sem sigið hafa
ýmislega, gefa með fleiru visbendingu um, að Breiðifjörður
hafi myndast við landsig. en sundurskifting jarðskorpunnar
hefir verið margbrotnari en i Faxaflóa og ýmsar spildur
hafa sigið sérstaklega, hver i sinu lagi.

Snæfellsnes er að norðanverðu töluvert vogskorið. en
smáfirðir þeir, sem frá Breiðafirði ganga, eru allir fremur
grunnir. Milli Eifs og Búlandshöfða gengur breitt vik inn
í nesið og inn úr þvi opnar vikur með ósum innaf hjá
Olafsvík, Fróðá og Brimilsvöllum. Va kemur
Grundar-fjörður, vestan að honum liggja há og brött fjöll (Stöð,
Kirkjufell), en lægri fjöll að austan, hann er dýpstur af
fjörðunum norðan á nesinu, 12—18 faðmar um miðjuna, en
i mynni hans eru sker og 5—8 faðma dýpi milli þeirra.
fá er Kolgrafarfjörður, Hraunsfjörður, Hofsvogur
og Alftafjörður næst mynni Hvammsfjarðar. Allir eru

r

firðir. þessir grunnir og skerjóttir og yfir Alftafjörð má riða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0101.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free