- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
88

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

88 Flóar, tirtlir og ues.

innan til um fjöru; iit úr honum gengur Yigrafjörður
til vesturs. Hafnir og skipalægi eru í Olafsvik,
Grundar-firði og Kolgrafarfirði, en helzti verzlunarstaður við
Breiða-fjörð er Sty kkishólmur, sem liggur yzt á Pórsnesi,
vest-an við Alftafjörð, og er höfnin fyrir innan Súgandisey.
Hvammsf jörður gengur beint i austur, það er stór
fjörð-ur, nærri 6 milur á lengd og 1—V/z mila á breidd og
mynni hans nærri lokað af eyjum og skerjum, svo
innsigl-ing er þar mjög örðug, helztu leiðir eru Röst og
Irska-leið og eru þar straumar miklir og harðir milli eyjanna
og þar fjarar út af stórum svæðum, svo gengt verður út i
margar eyjar. Hið innra er Hvammsfjörður um miðjuna
alldjúpur, 15—27 faðmar; skipalægi eru allgóð í firðinum
hér og hvar ef inn verður komist, en engar hafnir.
Norð-an við Klofningsnes hverfur Gilsfjörður langt inn í land
og er úr botni hans aðeins mila vegar yfir i Bitrufjörð. sem
gengur inn úr Húnaflóa, og hæðin á eiðinu, sem tengir
Vestfirði við meginlandið, er 7—800 fet. Gilsfjörður er 41/*
mila á lengd, þegar hann er talinn utan frá Akureyjum og
þar er hann 2 milur á breidd, en mjókkar mjög er inn eftir
dregur. Fjörðurinn er mjög grunnur og eyjar margar og
sker i mynni hans. Norður úr Gilsfirði ganga
Króks-f j ö r ð u r og B e r u f j ö r ð u r, báðir smáir.

Norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn i
Barða-strandas)’slu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og
Brjáms-læks og eru sérstaklega hópaðir saman i Múlasveit og
Gufu-dalssveit. Allir eru firðir þessir smáir, 1—2 milur á lengd,
nema Porskafjörður, sem er þriggja milna langur; firðirnir
eru mjóir, brött fjöll á báða vegu og miklu meira dýpi um
miðjuna en i mynni þeirra, þó er Breiðifjörður fyrir utan
þá ennþá grynnri; firðirnir eru djúpar hvilftir skafnar
niður í blágrýtið. Breiðifjörður er fyrir utan firðina
að-eins 8—9 faðmar á dýpt, en inni í þeim kvað hafa fundist
80—90 faðma dýpi. Þorskafjörður er austastur, hann
gengur inn á milli Reykjaness og Skálaness og er 3 milur
á lengd og mila á breidd, þar sem hann er breiðastur i
mynni. Porskafjörður kvislast að utan og ganga tveir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0102.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free