- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
89

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Breiðifjörður.

89

grunnir firðir norður úr mynni lians, Djúpifjörður og
G-ufufjörður; í botni Porskafjarðar er gjá eða langur og
cljúpur áll, sem heitir Alfavakir. Frá Skálanesi gengur
hryggur neðansævar yfir að Reykjanesi fyrir mynni
Þorska-fjarðar og brýtur stundum á honum um fjöru. Skálanes
skilur f’orskafjörð frá Kollafirði, sá fjörður er grunnur
inst. en áll i miðju 60 faðma djúpur og svo aftur
grynn-ingar i fjarðarmynni. er Kvigindisfjörður næst þar
fyrir vestan, liann er örmjór og sker i mynni hans. þar
hafa einsog í flestum hinum fjörðunum runnið afarmiklar
skriður niður fjallshlíðarnar.

Pá kemur Skálmarfjörður,
hann er breiðari og lengri og í honum kvað vera djúpur
áll vestan megin, úr honum gengur Vattarf j örður til
norðurs. Milli Vattarfjarðar og Kerlingarf jarðar er
ör-mjótt eiði, 100—200 fet á liæð, en Múlanesið fyrir framan
(15—1600 fet), þrihyrnt og bratt á allar hliðar. Pað er
einkennilegt við alla þessa firði, að nesin milli þeirra eru
miklu hærri en heiðarnar fyrir ofan, og þegar litið er á
múla þessa að norðaustan, eru þeir i löguninni ekki ólíkir
skipi á hvolli. I Kerlingarfirði kvað vera 90 faðma dýpi i
miðju; fjörðurinn gengur inn skáhalt á hina til
norðaust-urs og norður úr honum gengur litill fjörður, sem heitir
Mjóifjörður. Pá, kemur Kjálkafjörður og breitt.
hömr-ótt nes, Hjarðarnes, milli hans og Vatnsfjarðar.
Vatns-fjörður er vestastur i þessum fjarðahóp, þar hafði Flóki
Vilgerðarson vetrarsetu i fyrsta sinn á Islandi; í dalnum
upp af firðinum er djúpt vatn og fyrir framan það isnúið
berghaft, en í fjarðarmynni eru blágrýtissker. A
Barða-strönd eru engir firðir, en aðeins tveir vogar eða ósar, sem
fjarar út úr. Hagavaðall og Haukabergsvaðall, þá
ganga Skorarhlíðar með bröttum björgum i sjó fram og í
hinu breiða viki fyrir vestan Skor er Rauðisandur með
Bæjarós, Keflavik er litlu utar, en svo tekur við
Látra-bjarg, það er nærri tvær milur á lengd, þverhnýpt upp úr
sjó og 12—1400 fet á hæð, þar er fuglaveiði mikil.
Utar-lega gengur Barðið fram úr bjarginu, það er bergrani,
beittur að ofan einsog saumhögg og fiúðir fram af í sjónum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free