- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
90

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

0

Flúar, firðir og nes.

sem brimið heíir skaíið ofan af. Vestar eru Bjargtangar,
vestasti anginn á Islandi og Látraröst þar út af.

Vestfirðir. Vestfjarðahálendið er sérstakt land fyrir sig,

fiatt að ofan, sæbratt og sundurskorið af fjörðum. Firð-

irnir eru regiulega skornir niður gegnum hálendið. Komi

maður upp úr dölum upp á háheiðar, ber ekki á neinum

skorum eða gljúfrum. firðir og dalir hverfa, þangað til ferða-

maðurinn ait i einu kemur fram á brúnina á þverhnyptri

hamrahlið og sér gljúfur fyrir neðan sig eða djúpa dalskoru

grafna niður gegnum blágrýtið, en djúpt niðri á botni

hverfur sævarkvisi inn á miili brattra bjarga og teygir sig

i bugðum inn undir dalbotn. Par sést giöggt, að firðirnir

eru ekki annað en vatnsfyltir dalir. Vestfirðir eru ákaflega

vogskornir, einkum að norðvestan; dalir og firðir ganga

ems og æðar út frá hæstu bungunum og skerast þverhnýpt

gegnum blágrýtishlöðin, sem risa einsog veggir upp frá

sjónum. Vestfirðir hafa öll einkenni liinna eiginlegu fjarða,

þeir skerast allir gegnum blágrýtisfjöll með flötum eða iitt

hallandi lögum; þeir sern mjós.tir eru, eru vanalega djúpir

innan til, og flestallir firðir vestra eru dálitið grynnri i mynni

en innra; sumstaðar eru grynningarnar spölkorn fyrir framan

fjarðaopin. Dalirnir upp af fjörðunum eru vanalega mjög

stuttir og enda með bröttum hamrabotnum. Firðir þeir,

sem snúa til norðvesturs, eru eflaust að mestu leyti upp-

runaiega myndaðir af vatnsrensli. þó munu sprungur i

fyrstu að nokkrú leyti hafa ráðið stefnu þeirra. Firðirnir

eru skerjalausir flestallir og i ’þeim ganga oftast eyrar úr

möl og sandi, stundum bognar inn á við. út frá annari

hvorri eða báðum hliðum, stundum á vixl, taka þær viða

úr allan sjó, svo ágæt skipalægi verða bak við þær, það er

þvi oft iygnt á pollunum i fjörðunum þó hvast sé og alda

úti fyrir; kastvindar eru þó tíðir. Vestfirðir eru vegna

hafnanna ágætlega lagaðir fyrir skipaferðir og flskiveiðar.

Eyrarna’r eru liklega viðast upprunalega fornar jökulöldur.

sumstaðar hafa þær ef til vill myndast af skriðum, fjalla-

t

lækjum eða giijadrúldum. A útnesjum milli fjarðanna ganga
viða hrikaieg og þverhnýpt björg i sjó fram, svo þar er

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0104.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free